Gunnar: Ég vil annan bardaga við Maia en er ekki týpan sem skora á menn opinberlega Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. maí 2016 12:15 Gunnar Nelson átti í miklum erfiðleikum með Demian Maia og tapaði. vísir/getty Gunnar Nelson berst í fyrsta sinn á nýju ári á sunnudagskvöldið þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov á UFC-bardagakvöldi í Rotterdam. Hann hefur ekki barist síðan hann mætti Demian Maia í desember á síðasta ári. Brasilíumaðurinn vann Gunnar nokkuð örugglega en hann var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Gunnar vill endilega fá annað tækifæri gegn Maia og telur að útkoman yrði ekki sú sama.Sjá einnig:Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga „Ég myndi telja að annar bardagi á milli okkar myndi ekki enda á sama hátt,“ segir Gunnar í viðtali við írsku íþróttasíðuna Sportsjoe. „Ég vil klárlega fá annað tækifæri gegn Demian en ég er ekki týpan sem er að skora á menn opinberlega. Ég get látið vita að ég vil annan bardaga gegn honum en það væri ekki rétt að skora á hann svona snemma eftir það sem gerðist í desember. Næst er það bardagi á sunnudaginn og eins og alltaf ætla ég að vinna hann,“ segir Gunnar. Íslenski bardagakappinn er búinn að tapa tvisvar sinnum í síðustu þremur bardögum en finnur samt ekki fyrir neinni auka pressu á leið inn í búrið á sunnudagskvöldið. „Ég myndi ekki segja að það væri meiri pressa að vinna því það er alltaf pressa. Hver einasti bardagi er sá mikilvægasti í þínu lífi en við erum klárlega búnir að gera breytingar síðan í desember,“ segir Gunnar. „Við erum búnir að gera breytingar á æfingum og fundið betri leiðir fyrir mig að hreyfa mig og bæta. Sigur á Tumenov ætti að skjóta mér upp styrkleikalistann og það er það eina sem ég einblíni á núna,“ segir Gunnar Nelson.Bardagakvöldið með Gunnar Nelson er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.00 á sunnudaginn. Tryggðu þér áskrift á 365.is. MMA Tengdar fréttir Gunnar um Conor: Hann vildi hætta að dansa eins og api Efast um að McGregor vilji fara aftur niður í fjaðurvigt þó hann geti það vel. 3. maí 2016 12:00 Sjáðu Tumenov æfa í Rússlandi Þykir minna á Rocky Balboa úr Rocky IV. 2. maí 2016 12:00 Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, naut þess að koma til Íslands á dögunum en hann var þá að undirbúa Gunnar Nelson fyrir bardagann gegn Albert Tumenov um helgina. 5. maí 2016 06:00 Gunnar: Leið eins og að ég væri ekki í eigin líkama Mætir Albert Tumenov í Rotterdam á sunnudag en hann ræddi um síðasta bardaga sinn í þekktum MMA-þætti í Bandaríkjunum. 3. maí 2016 14:30 Gunnar æfir á 15. hæð og er búinn í klippingu | Myndir Það fer vel um Gunnar Nelson í Rotterdam en þrír dagar eru í stóra bardagann gegn Albert Tumenov. 5. maí 2016 13:30 Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana. 3. maí 2016 23:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Gunnar Nelson berst í fyrsta sinn á nýju ári á sunnudagskvöldið þegar hann mætir Rússanum Albert Tumenov á UFC-bardagakvöldi í Rotterdam. Hann hefur ekki barist síðan hann mætti Demian Maia í desember á síðasta ári. Brasilíumaðurinn vann Gunnar nokkuð örugglega en hann var með yfirhöndina frá fyrstu mínútu til þeirra síðustu. Gunnar vill endilega fá annað tækifæri gegn Maia og telur að útkoman yrði ekki sú sama.Sjá einnig:Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga „Ég myndi telja að annar bardagi á milli okkar myndi ekki enda á sama hátt,“ segir Gunnar í viðtali við írsku íþróttasíðuna Sportsjoe. „Ég vil klárlega fá annað tækifæri gegn Demian en ég er ekki týpan sem er að skora á menn opinberlega. Ég get látið vita að ég vil annan bardaga gegn honum en það væri ekki rétt að skora á hann svona snemma eftir það sem gerðist í desember. Næst er það bardagi á sunnudaginn og eins og alltaf ætla ég að vinna hann,“ segir Gunnar. Íslenski bardagakappinn er búinn að tapa tvisvar sinnum í síðustu þremur bardögum en finnur samt ekki fyrir neinni auka pressu á leið inn í búrið á sunnudagskvöldið. „Ég myndi ekki segja að það væri meiri pressa að vinna því það er alltaf pressa. Hver einasti bardagi er sá mikilvægasti í þínu lífi en við erum klárlega búnir að gera breytingar síðan í desember,“ segir Gunnar. „Við erum búnir að gera breytingar á æfingum og fundið betri leiðir fyrir mig að hreyfa mig og bæta. Sigur á Tumenov ætti að skjóta mér upp styrkleikalistann og það er það eina sem ég einblíni á núna,“ segir Gunnar Nelson.Bardagakvöldið með Gunnar Nelson er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 18.00 á sunnudaginn. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
MMA Tengdar fréttir Gunnar um Conor: Hann vildi hætta að dansa eins og api Efast um að McGregor vilji fara aftur niður í fjaðurvigt þó hann geti það vel. 3. maí 2016 12:00 Sjáðu Tumenov æfa í Rússlandi Þykir minna á Rocky Balboa úr Rocky IV. 2. maí 2016 12:00 Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, naut þess að koma til Íslands á dögunum en hann var þá að undirbúa Gunnar Nelson fyrir bardagann gegn Albert Tumenov um helgina. 5. maí 2016 06:00 Gunnar: Leið eins og að ég væri ekki í eigin líkama Mætir Albert Tumenov í Rotterdam á sunnudag en hann ræddi um síðasta bardaga sinn í þekktum MMA-þætti í Bandaríkjunum. 3. maí 2016 14:30 Gunnar æfir á 15. hæð og er búinn í klippingu | Myndir Það fer vel um Gunnar Nelson í Rotterdam en þrír dagar eru í stóra bardagann gegn Albert Tumenov. 5. maí 2016 13:30 Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana. 3. maí 2016 23:15 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Gunnar um Conor: Hann vildi hætta að dansa eins og api Efast um að McGregor vilji fara aftur niður í fjaðurvigt þó hann geti það vel. 3. maí 2016 12:00
Þjálfari Gunnars: Verðum að vinna þennan bardaga Írinn John Kavanagh, þjálfari Gunnars Nelson, naut þess að koma til Íslands á dögunum en hann var þá að undirbúa Gunnar Nelson fyrir bardagann gegn Albert Tumenov um helgina. 5. maí 2016 06:00
Gunnar: Leið eins og að ég væri ekki í eigin líkama Mætir Albert Tumenov í Rotterdam á sunnudag en hann ræddi um síðasta bardaga sinn í þekktum MMA-þætti í Bandaríkjunum. 3. maí 2016 14:30
Gunnar æfir á 15. hæð og er búinn í klippingu | Myndir Það fer vel um Gunnar Nelson í Rotterdam en þrír dagar eru í stóra bardagann gegn Albert Tumenov. 5. maí 2016 13:30
Komdu með bestu staðreyndina um Gunnar Nelson UFC í Evrópu stendur fyrir skemmtilegum leik um Gunnar Nelson á Twitter þessa dagana. 3. maí 2016 23:15