Fótbolti

Sara Björk á leið til Wolfsburg

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Sara fer til Þýskalands.
Sara fer til Þýskalands. vísir/stefán
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, er á leið til þýska stórliðsins Wolfsburg í júní þegar samningur hennar við Svíþjóðarmeistara Rosengård rennur út.

Eins og kom fram fyrr í dag var Sara Björk búin að ákveða, í samstarfi við félagið sem hún hefur spilað fyrir undanfarin fimm ár, að endurnýja ekki samninginn.

Sydsvenskan greinir frá því á heimasíðu sinni að Sara Björk sé að ganga í raðir Wolfsburg sem er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar, en Wolfsburg er eitt af bestu liðum Evrópu.

Sara Björk hefur fjórum sinnum orðið Svíþjóðarmeistari með Malmö. Hjá Wolfsburg hittir hún tvo fyrrverandi samherja sína hjá Rosengård sem áður hét LdB Malmö.

Wolfsburg er sem stendur í öðru sæti þýsku 1. deildarinnar á eftir Bayern München.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×