Sport

Eygló byrjaði vel en gaf eftir og endaði í sjötta sæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
vísir/valli
Eygló Ósk Gústafsdóttir endaði í sjötta sæti í 100 metra baksundi á Evrópumótinu í London.

Hún kom í mark á 1:00,98, en eftir fyrri ferðina var hún í fjórða sæti. Hún synti fyrri ferðina á 29,29.

 

Mie Oe. Nielsen frá Danmörku kom fyrst í mark og er Evrópumeistari 2016 en hún synti á 58,73 mínútum. Hún hefur farið á kostum á þessu móti.

Katinka Hosszu lenti í öðru sæti á 58,94 og í þriðja sæti lenti Bretinn Kathleen Dawson á 59,68.

Fylgjast má með lýsingu hér.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×