Curry með fimmtán stig á innan við tveimur mínútum í nótt | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. maí 2016 13:00 Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér. NBA Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira
Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors eru búnir að jafna einvígið sitt á móti Oklahoma City Thunder í 1-1 í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta eftir öruggan 27 stiga heimasigur í nótt, 118-91. Golden State Warriors tapaði fyrsta leiknum frekar óvænt á heimavelli sínum en það var aldrei spurning um hvernig færi í nótt allavega ekki eftir að Stephen Curry sjóðhitnaði um miðjan þriðja leikhlutann. Stephen Curry skoraði nefnilega 15 af 28 stigum sínum, eða meira en helminginn, á innan við tveimur mínútum í þriðja leikhlutanum þegar Golden State Warriors liðið breytti stöðunni úr 64-57 í 79-59. Curry þurfti bara 15 skot til að skora þessi 28 stig en hann hitti meðal annars úr 5 af 8 þriggja stiga skotum sínum og öllum fimm vítunum. Stephen Curry setti niður þrjú þriggja stiga skot á þessum kafla og næstum því það fjórða en dómararnir dæmdu réttilega að hann hefði stigið á þriggja stiga línuna. Curry setti líka niður fjögur víti en það fyrsta kom eftir að Kevin Durant fékk á sig tæknivíti fyrir að mótmæla þegar hann fékk á sig villu fyrir að brjóta á Stephen Curry í þriggja siga skoti. Stephen Curry hitti úr tæknivítinu og setti síðan niður öll þrjú vítaskotin sem fylgdi á eftir. Þessi 118 sekúndna kafli fór 15-2 fyrir Golden State Warriors en Kevin Durant skoraði einu körfu Oklahoma City Thunder liðsins í þessari skotsýningu besta leikmanns deildarinnar. Baldur Beck lýsti leiknum í nótt á Stöð 2 Sport og í spilaranum hér fyrir ofan má sjá þessar mögnuðu tvær mínútur þegar Curry kom munum upp í 20 stig á augabragði. Baldur skrifaði aðeins um skotnýtingu Curry í pistli á NBA Ísland. „Það er gaman að vita til þess að nú er mikið af fólki að klifra upp á Curry-vagninn. Jón og Gunna úti á götu eru að svara áskorunum og láta sig hafa það að horfa á Curry spila körfubolta, þó það væli reyndar um svefnleysi restina af vikunni. NBA körfuboltinn - og sérstaklega Steph Curry og Golden State eiga brýnt erindi til allra Íslendinga. Við erum búin að fara yfir þetta allt saman áður," skrifaði Baldur og bætti við: „Þvílíkur munaður að vera með mann eins og Stephen Curry í liðinu sínu. Þú bara trekkir hann upp og hendir honum inná og hann breytir hnífjöfnum hörkuleik í blástur á tveimur mínútum!," skrifaði Baldur en það er hægt að lesa allan pistil hans hér.
NBA Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Fleiri fréttir Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi Sjá meira