Sjávarútvegsráðherra á móti veiðigjöldum og uppboði veiðiheimilda Heimir Már Pétursson skrifar 17. maí 2016 20:55 Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson. Alþingi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Sjá meira
Sjávarútvegsráðherra telur ekki rétt að taka upp útboð á veiðiheimildum til að tryggja réttlátara auðlindagjald frá útgerðinni til ríkissjóðs en nú er. Veiðigjöld væru í hans huga viðbótar skattur á eina atvinnugrein sem bitnaði helst á landsbyggðinni Oddný G. Harðardóttir sagði á Alþingi í dag að opinbert útboð á fiskveiðiheimildum væri skilvirkasta leiðin til að skila arðinum af fiskveiðiauðlindinni til þjóðarinnar. Í dag greiddi útgerðin veiðigjald sem væri langt undir markaðsvirði. Útboðsleiðin væri notuð á fjölmörgum öðrum sviðum til að mynda varðandi útblástursheimildir og samgöngur með góðum árangri. „Útboð myndi draga fram sanngjana samkeppni milli sjávarútvegsfyrirtækja og tryggja minni fyrirtækjum aðgang að kvóta. Verðið yrði það sem fyrirtæki yrðu reiðubúin að greiða fyrir aflaheimildirnar og yrði um leið það veiðigjald sem rynni í ríkissjóð,“ sagði Oddný. Í dag gætu útgerðirnar stungið sem svaraði til fullu veiðigjaldi í eigin vasa með því að selja og leigja frá sér kvóta. „Sem dæmi má nefna að kvótalitlar útgerðir hafa þurft að greiða um 200 krónur fyrir kílóið af þorski í veiðigjald til stærri útgerða á meðan ríkið heimtir aðeins 13 krónur í veiðigjald,“ sagði Oddný. Gunnar Bragi Sveinsson sagði menn hafa farið í gegnum umræðuna um veiðigjöldin á Alþingi. „Ég hef nú gjarnan litið þannig á að veiðigjöldin séu fyrst og fremst aukaskattur á ákveðna landshluta. Sér í lagi landsbyggðina. Þetta er gjald sem leggst hvað þyngst á fyrirtæki sem eru úti á landi,“ sagði sjávarútvegsráðherra Þá teldi hann undarlegt að taka eina atvinnugrein út og leggja á hana sérstakt gjald eins og veiðigjöldin væru. Ef leggja ætti á slík gjöld ættu þau að ná til allra atvinnugreina og yrðu þá mun lægri en núverandi veiðigjöld. „Þá velti ég fyrir mér hver væri besta leiðin til þess, ef við ætlum að setja allar atvinnugreinar undir sama hatt sem ég held að væri skynsamlegt í sjálfu sér. Það á ekki að gera upp á milli atvinnugreina. Þá held ég að best væri að nota skattkerfið til þess. En um þetta eru að sjálfsögðu skiptar skoðanir,“ sagði Gunnar Bragi. Oddný sagði útlit fyrir verulega auknar aflaheimildir á næsta fiskveiðiári. „Ég vil spyrja hæstvirtan ráðherra hvernig honum litist á að frekar en skipta þeim viðbótartonnum á milli núverandi kvótahafa að viðbótin yrði boðin út til hæstbjóðanda,“ sagði oddný. „Nei, ég sé það ekki gerast, að við tökum það sem mögulega verður bætt við, við vitum ekki hvort endilega verði miklu bætt við, en ef það verður sé ég það ekki gerast að við förum með það á uppboð,“ sagði Gunnar Bragi Sveinsson.
Alþingi Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Sjá meira