Eygló Ósk Gústafsdóttir, Anton Sveinn McKee og Bryndís Rún Hansen eru öll komin í undanúrslit á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fram fer í London, en undanrásir fóru fram í morgun.
Bryndís setti Íslandsmet í 50 metra flugsundi. Hún synti á 26,68 sekúndum og bætti Íslandsmetið, en hún bætti sitt eigið met. Það var 26,79 frá Íslandsmótinu í fyrra.
Eygló náði fimmta besta tímanum í 200 metra baksundi kvenna, en hún synti á 2:11,30. Hún á Íslandmetið sem er 2:09,04.
Anton Sveinn er kominn í undanúrslit í 100 metra bringusundi karla, en hann kom í mark á 1:00,79. Hann var ekki fjarri Íslandsmeti sínu því það er 1:00,53.
Bryndís í undanúrslit á Íslandsmeti
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti

„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti


