Bananarnir flugu fyrir utan árshátíð Alþingis Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. maí 2016 13:00 Hópurinn beinar aðgerðir stóð fyrir mótmælum fyrir utan Hótel Sögu í gær þar sem árleg þingveisla Alþingis var haldin. Vísir/Getty/Vilhelm/Ernir Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar. Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Hópurinn Beinar aðgerðir mótmælti fyrir utan árlega þingveislu Alþingis sem haldin var á Hótel Sögu í gær. Vel var mætt í þingveisluna og segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, að mótmælin fyrir utan hafi ekki sett strik í reikninginn. Mótmælin voru undir yfirskriftinni „Panama-grillhátíð! - meðmæli við þingveislu“ og voru mótmælendur hvattir til þess að taka með sér banana til þess að mynda „stóra hrúgu af þessum trópíkal-ávexti“ líkt og segir í viðburðarsíðu mótmælanna á Facebook. Af myndum að dæma, sem sjá má hér fyrir neðan, má ætla að nokkrir tugir mótmælenda hafi mætt fyrir utan Hótel Sögu og köstuðu einhverjir þeirra eyrnapinnum og öðru lauslegu í átt að þingmönnum er þeir gengu til veislunnar. Svo virðist sem að Jón Gunnarsson þingmaður hafi átt eitthvað vantalað við mótmælendurnar líkt og sjá má á meðfylgjandi myndbandi en erfitt er þó að greina nákvæmlega hvað Jón segir.Í samtali við Vísi segir Jón að mótmælin í gær gætu varla talist mótmæli, svo fámenn hafi þau verið. „Þetta geta varla heitið mótmæli held ég. Það voru kannski tíu manns þarna og þau voru kastandi í okkur einhverju rusli,“ segir Jón sem segir að einu samskipti sín við mótmælendur hafi verið til þess að spyrja af hverju þeir væru með grímur. „Ég spurði einn sem var að kasta í mig einhverju rusli af hverju hann væri með grímu. Það er það eina sem ég sagði við hann,“ segir Jón. Beinar aðgerðir er sami hópur og stóð fyrir mótmælum fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar í upphafi mánaðarins sem voru harðlega gagnrýnd.Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis.Vísir/E.Ól.Að sögn Helga Bernódussonar, skrifstofustjóra Alþingis, var vel mætt í veisluna í ár en á síðasta ári sniðgekk stjórnarandstaðan veisluna og var afar fámennt. Til stóð að gestir myndu stíga dans að loknu borðhaldi en svo fátt var að messufall var reyndin. Sú varð ekki raunin í þetta skiptið og mætti Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í gær en forseti er jafnan heiðursgestur veislunnar. Hætt var við veisluna árið 2014 vegna sparnaðaraðgerða. „Það var prýðilega góð mæting í ár. Ætli það hafi ekki verið ríflega 2/3 þingmanna sem boðuðu komu sína og mættu en sumir eru erlendis og aðrir uppteknir,“ segir Helgi. Jón Gunnarsson segir að þingmenn hafi skemmt sér vel og að Ólafur Ragnar Grímsson hafi verið í sérstaklega góðum gír. Þingveislan er byggð á fornri hefð en spariklæðnaður er áskilinn og mæta þingmenn oftast nær í sínu fínasta pússi til veislunnar.
Alþingi Tengdar fréttir Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40 Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06 Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07 Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum Sjá meira
Mótmælt fyrir utan heimili Bjarna Benediktssonar Lögregla var kölluð til vegna mótmælenda sem komið höfðu sér fyrir bak við hús fjármálaráðherra. 1. maí 2016 22:40
Þingmenn sniðganga eigin árshátíð Í kvöld fór fram hefðbundinn þingveisla á Hótel Sögu, Súlnasal en það var forseti Alþingis, Einar K. Guðfinnsson, sem bauð til veislunnar. 13. mars 2015 21:06
Þingmannaballið var blásið af Sigrún Magnúsdóttir var sú eina úr ráðherraliðinu sem mætti á þingmannagleðina. 16. mars 2015 14:07