Halla með miða á alla leiki Íslands í Frakklandi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. maí 2016 12:15 Halla Tómasdóttir mælist með eitt prósent fylgi samkvæmt nýjum skoðanakönnunum. Hún segir ekki mark takandi á könnunum af alvöru fyrr en eftir 21. maí þegar framboðsfrestur rennur út. Vísir/Anton Brink Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Business and Football ráðstefnunni í morgun. Hún á miða á alla leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar og sagðist í pallborðsumræðum í dag, meira í gríni en alvöru, velta fyrir sér að hætta við framboð sitt og skella sér bara á EM. „Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ sagði Halla sem mælist með eitt prósent fylgi í skoðanakönnun fréttastofu 365 en niðurstöður voru birtar í morgun. Halla var með 1,7% fylgi í könnun MMR á mánudaginn. Ísland mætir Portúgal í St. Etienne þann 14. júní en um fyrsta leik Íslands í riðlinum er að ræða.Sjá einnig:Kevin Keegan spáir Íslandi sigri á EM Halla var í pallborði með Kevin Keegan, David Moyes og Andra Þór Guðmundssyni hjá Ölgerðinni þar sem til umræðu var hvernig ætti að byggja lið frá grunni. Halla rifjaði upp þegar hún var við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum og tók að sér þjálfun strákaliðsins í fótbolta. „Það voru tvær stjörnur í liðinu, sá sem gat hlaupið rosalega hratt og sá sem skoraði mörkin,“ sagði Halla. Hún hefði áttað sig á því að gera þyrfti breytingar til að ná árangri. Hún fór að sækja leikmenn til skandinavíu og Bretlands. Það hafi ekki verið fyrr en liðið hafi verið orðið jafnara, og treysti ekki lengur á fyrrnefnda tvo leikmenn, sem liðið fór að vinna leiki. Halla sagði trúa því að þegar verið væri að byggja upp lið ætti ekki bara að horfa á hæfileika fólksins sem þú vilt í liðið heldur líka hjartað. Það væri lykillinn að velgengni. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Halla Tómasdóttir forsetaframbjóðandi klæddist treyju íslenska landsliðsins í knattspyrnu á Business and Football ráðstefnunni í morgun. Hún á miða á alla leiki karlalandsliðsins á EM í Frakklandi í sumar og sagðist í pallborðsumræðum í dag, meira í gríni en alvöru, velta fyrir sér að hætta við framboð sitt og skella sér bara á EM. „Ég fer allavega á Portúgalsleikinn,“ sagði Halla sem mælist með eitt prósent fylgi í skoðanakönnun fréttastofu 365 en niðurstöður voru birtar í morgun. Halla var með 1,7% fylgi í könnun MMR á mánudaginn. Ísland mætir Portúgal í St. Etienne þann 14. júní en um fyrsta leik Íslands í riðlinum er að ræða.Sjá einnig:Kevin Keegan spáir Íslandi sigri á EM Halla var í pallborði með Kevin Keegan, David Moyes og Andra Þór Guðmundssyni hjá Ölgerðinni þar sem til umræðu var hvernig ætti að byggja lið frá grunni. Halla rifjaði upp þegar hún var við háskólanám í Alabama í Bandaríkjunum og tók að sér þjálfun strákaliðsins í fótbolta. „Það voru tvær stjörnur í liðinu, sá sem gat hlaupið rosalega hratt og sá sem skoraði mörkin,“ sagði Halla. Hún hefði áttað sig á því að gera þyrfti breytingar til að ná árangri. Hún fór að sækja leikmenn til skandinavíu og Bretlands. Það hafi ekki verið fyrr en liðið hafi verið orðið jafnara, og treysti ekki lengur á fyrrnefnda tvo leikmenn, sem liðið fór að vinna leiki. Halla sagði trúa því að þegar verið væri að byggja upp lið ætti ekki bara að horfa á hæfileika fólksins sem þú vilt í liðið heldur líka hjartað. Það væri lykillinn að velgengni.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00 „Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Ný forsetakönnun: Guðni með tæplega 70 prósent fylgi Guðni Th. Jóhannesson yrði næsti forseti Íslands ef kosið væri nú, samkvæmt nýrri skoðanakönnun fréttastofu 365. Davíð Oddsson hefur tæplega 14 prósent fylgi. 11. maí 2016 05:00
„Að liggja yfir þessari könnun gerir fáum gagn“ Halla Tómasdóttir segist finna fyrir miklum meðbyr. Skjótt skipist veður í lofti eins og síðustu 24 klukkustundir hafi sýnt. 9. maí 2016 13:00