Sigmundur Davíð opnar bókhaldið Gunnar Reynir Valþórsson og Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifa 11. maí 2016 07:43 Anna SIgurlaug Pálsdóttir átti félag sem skráð er á bresku jómfrúareyjunum. Vísir/Valli Skattgreiðslur af eignum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, nema um það bil 300 milljónum króna síðastliðin tíu ár, en Anna á aflandsfélagið Wintris, sem kunnugt er. Þetta kemur fram í gögnum sem Sigmundur Davíð hefur birt á heimasíðu sinni þar sem segir að KPMG endurskoðunarfyrirtækið hafi yfirfarið skattamál þeirra hjóna tíu ár aftur í timann og komist að þeirri niðurstöðu að eignir aflandsfélags Sigurlaugar hafi aldrei verið í skattaskjóli. Anna Sigurlaug hafi ætíð greitt fullan skatt af eignum sínum og tekjum í samræmi við íslensk lög. Þetta segir í Morgunblaðinu sem fyrst greindi frá og birti greinargerð Sigmundar Davíðs.Bjóst aldrei við að þurfa að birta slíkar upplýsingar Í tengslum við birtinguna segir Sigmundur Davíð að upplýsingarnar séu þær ítarlegustu sem íslenskur stjórnmálamaður hafi veitt opinberlega um eigin fjármál til þessa.Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem staðsett er í Panama.Fréttablaðið/AFP„Þær persónuupplýsingar sem hér eru birtar eru langt umfram það sem ég hefði nokkurn tímann átt von á að verða krafinn um,“ skrifar Sigmundur. „Mér telst til að þær upplýsingar sem hér fylgja séu þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur veitt um eigin fjármál eða fjölskyldu sinnar. Ég hvet aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, einkum þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að pólitísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki. Ég ítreka að eftirfarandi upplýsingar eru að sjálfsögðu birtar með leyfi Önnu, eiginkonu minnar.“Segir að ekki hafi þurft að birta CFC-framtöl Sigmundur Davíð segir í færslu sinni að með Wintris inc. hafi verið um að ræða verðbréfaeign, í vörslu og fjarstýringu banka, og tekjur af verðbréfum. Því hafi ekki þurft að skila CFC-framtölum en þau eru ætluð vegna eignarhalds á atvinnustarfsemi í lágskattaríkjum. Þó er einnig birt framtal sem sýnir hverjar skattgreiðslur hefðu orðið ef Wintris inc. hefði verið talið til atvinnustarfsemi. Á gögnunum sést jafnframt að greiddur var auðlegðarskattur af eignunum. Sigmundur Davíð tjáði sig á Facebook í morgun í kjölfar þess að upplýsingarnar voru birtar á vefsíðu hans. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Skattgreiðslur af eignum Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, eiginkonu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi forsætisráðherra, nema um það bil 300 milljónum króna síðastliðin tíu ár, en Anna á aflandsfélagið Wintris, sem kunnugt er. Þetta kemur fram í gögnum sem Sigmundur Davíð hefur birt á heimasíðu sinni þar sem segir að KPMG endurskoðunarfyrirtækið hafi yfirfarið skattamál þeirra hjóna tíu ár aftur í timann og komist að þeirri niðurstöðu að eignir aflandsfélags Sigurlaugar hafi aldrei verið í skattaskjóli. Anna Sigurlaug hafi ætíð greitt fullan skatt af eignum sínum og tekjum í samræmi við íslensk lög. Þetta segir í Morgunblaðinu sem fyrst greindi frá og birti greinargerð Sigmundar Davíðs.Bjóst aldrei við að þurfa að birta slíkar upplýsingar Í tengslum við birtinguna segir Sigmundur Davíð að upplýsingarnar séu þær ítarlegustu sem íslenskur stjórnmálamaður hafi veitt opinberlega um eigin fjármál til þessa.Panamaskjölunum var lekið frá lögfræðistofunni Mossack Fonseca sem staðsett er í Panama.Fréttablaðið/AFP„Þær persónuupplýsingar sem hér eru birtar eru langt umfram það sem ég hefði nokkurn tímann átt von á að verða krafinn um,“ skrifar Sigmundur. „Mér telst til að þær upplýsingar sem hér fylgja séu þær ítarlegustu sem nokkur íslenskur stjórnmálamaður hefur veitt um eigin fjármál eða fjölskyldu sinnar. Ég hvet aðra kjörna fulltrúa til að gera slíkt hið sama, einkum þá sem hafa haft frumkvæði að því að gera fjármál annarra að pólitísku bitbeini hvort sem þeir ætla að bjóða sig áfram fram til opinberra starfa eða ekki. Ég ítreka að eftirfarandi upplýsingar eru að sjálfsögðu birtar með leyfi Önnu, eiginkonu minnar.“Segir að ekki hafi þurft að birta CFC-framtöl Sigmundur Davíð segir í færslu sinni að með Wintris inc. hafi verið um að ræða verðbréfaeign, í vörslu og fjarstýringu banka, og tekjur af verðbréfum. Því hafi ekki þurft að skila CFC-framtölum en þau eru ætluð vegna eignarhalds á atvinnustarfsemi í lágskattaríkjum. Þó er einnig birt framtal sem sýnir hverjar skattgreiðslur hefðu orðið ef Wintris inc. hefði verið talið til atvinnustarfsemi. Á gögnunum sést jafnframt að greiddur var auðlegðarskattur af eignunum. Sigmundur Davíð tjáði sig á Facebook í morgun í kjölfar þess að upplýsingarnar voru birtar á vefsíðu hans.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43 Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47 Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent „Ísland á betra skilið“ Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Fleiri fréttir Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Sjá meira
Sigmundur Davíð getur ekki að óbreyttu leitt Framsóknarflokkinn að mati fyrrverandi formanns Það er eins og álög á Sigmundi Davíð að mati Jóns Sigurðssonar, fyrrverandi formanns Framsóknarflokksins, sem segir flokkinn í hörmulegri stöðu. 27. apríl 2016 12:43
Gert að yfirfara hagsmunaskráningar í kjölfar uppljóstrana Panama-skjalanna FME hefur hvatt lífeyrissjóði, fjármálafyrirtæki og tryggingafélög til að yfirfara hagsmunaskráningar starfsmanna og stjórnarmanna. 2. maí 2016 12:47
Stór hluti Panamaskjalanna gerður aðgengilegur almenningi í dag Hver sem er getur flett upp úr stórum hluta Panamaskjalanna á sértilhönnuðu vefsvæði ICIJ. 9. maí 2016 16:30