NBA: Framlengt í báðum leikjunum og Curry snéri aftur með tilþrifum | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2016 07:00 Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor. NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira
Það var mikil spennna í leikjum úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í nótt því báðir leikirnir fóru í framlengingu. Miami Heat jafnaði þar í 2-2 á móti Toronto Raptors og Golden State Warriors komst í 3-1 á móti Portland Trail Blazers.Stephen Curry snéri aftur í lið Golden State Warriors eftir hnémeiðslin og leiddi sína menn til 132-125 sigurs í framlengdum leik. Golden State á næsta leik á heimavelli og sigur í honum kemur liðinu áfram. Stephen Curry var búinn að missa af síðustu fjórum leikjum Golden Stata og hafði aðeins spilað 2 leiki af 8 í allri úrslitakeppninni. Hann klikkaði reyndar á fyrstu níu þriggja stiga skotum sínum í leiknum en fór í gang í fjórða leikhluta og var síðan óstöðvandi í framlengingunni. Stephen Curry skoraði 27 af 40 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhlutanum (10) og framlengingunni (17) en hann var einnig með 9 fráköst og 8 stoðsendingar. Frammistaða Curry á þessum fimm mínútum í framlengingunni var söguleg.Steph Curry.Vísir/GettyCurry átti ekki að spila meira en 25 mínútur og kom inn af bekknum en það breyttist allt þegar Shaun Livingston var rekinn út úr húsi fyrir mótmæli. Curry kom inná í leikinn eftir sex mínútur þegar staðan var 16-2 fyrir Portland. Harrison Barnes tryggði Golden State framlengingu með því að jafna í 111-111 með þriggja stiga körfu en þá var 51 sekúnda eftir. Stephen Curry fékk tækifæri til að tryggja sigurinn en klikkaði. Hann tók síðan yfir leikinn með sýningu sinni í framlengingunni. Klay Thompson skoraði 23 stig fyrir Golden State og Draymond Green var með 21 stig, 9 fráköst, 7 varin skot, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Damian Lillard var með 36 stig og 10 stoðsendingar í liði Portland og C.J. McCollum skoraði 24 stig.Dwyane Wade hefur verið í sérflokki í einvígi Miami Heat og Toronto Raptors og hann var með 30 stig í nótt þegar Miami Heat vann 94-87 í framlengingu. Wade hefur skorað 27 stig að meðaltali í einvíginu eða níu stigum meira að meðaltali en næsti maður. Það var einmitt Wade sem kom leiknum í framlengingu en Miami-liðið vann upp níu stiga forskot Toronto í lokin. Miami-liðið var aðeins yfir í þrettán sekúndur í fjórða leikhlutanum en lenti síðan aldrei undir í framlengingunni. „Þetta leit ekki vel út á tímabili en það er enginn í okkar liðið sem var tilbúinn að gefast upp," sagði Dwyane Wade. Goran Dragic skoraði fimmtán stig en karfa hans og víti að auki í framlengingunni fór langt með að tryggja sigurinn. Wade skoraði ekki í framlengingunni fyrr en hann endaði leikinn með því að stela boltanum og troða. „Ég var þreyttur. Ég var bara tálbeita. Það voru öll augu þeirra á mér og ég ætlaði ekki að þvinga neinu," sagði Dwyane Wade um rólegheitin í framlengingunni. Bakvarðartvíeyki Toronto, þeir Kyle Lowry og DeMar DeRozan hittu saman aðeins úr 6 af 28 skotum sínum og 19 stig frá þeim báðum til samans er bara alltof lítið. Terrence Ross og Cory Joseph voru stigahæstir með 14 stig hvor.
NBA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Sjá meira