Fótbolti

Þriðja tap Þjóðverja í síðustu fjórum leikjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Þjóðverja og Slóvakíu í dag.
Úr leik Þjóðverja og Slóvakíu í dag. vísir/getty
Spænski framherjinn Nolito stal senunnni í vináttulandsleik Spánar og Bosníu og Hersegóvínu, en lokatölur urðu 3-1 sigur Evrópumeistarana.

Nolito skoraði tvö mörk á sjö mínútna kafla í fyrri hálfleik; eitt á elleftu mínútu og annað á átjándu mínútu, en Emir Spahic minnkaði muninn.

Spahic var ekki hættur heldur fékk hann rautt spjald undir lok fyrri hálfleiks og gestirnir spiluðu því einum færri allan síðari hálfleikinn.

Pedro Rodriguez innsiglaði svo sigur Spánverja í uppbótartíma og lokatölur 3-1, en Spánverjar eru í riðli með Króatíu, Tyrklandi og Tékklandi.

Þjóðverjar töpuðu sínum þriðja leik af síðustu fjórum þegar þeir töpuðu 3-1 fyrir Slóvakíu í Þýskalandi í dag.

Mario Gomez kom Þýskalandi yfir af vítapunktinum á tólftu mínútu, en Marek Hamsik og Michal Duris komu gestunum yfir fyrir hlé.

Juraj Kucka kom svo Slóvökum í 3-1 á sjöundu mínútu síðari hálfleiks, en Þjóðverjar náðu ekkert að minnka muninn og lokatölur 3-1 sigur Slóvakíu.

Þýskaland hefur tapað þremur af fjórum síðustu æfingarleikjum sínum, en þeir eru með Norður-Írlandi, Póllandi og Úkraínu í riðli á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×