Sport

Finni setti tvö ný íslensk garpamet á EM í London

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Finni Aðalheiðarson.
Finni Aðalheiðarson. Mynd/Heimasíða SSÍ
Íslendingar eiga sundfólk á Evrópumót Garpa sem fer fram þessa dagana í Ólympíusundlauginni í London eða á sama stað og Hrafnhildur Lúthersdóttir vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu fyrr í þessum mánuði.

Íslensku garparnir byrja vel og hafa þegar sett nokkur met á mótinu. Finni Aðalheiðarson úr Ægi hefur sett tvö og Kári Geirlaugsson eitt.

Finni Aðalheiðarson setti nýtt garpamet í 50 metra bringusundi í aldursflokknum 45-49 ára þegar hann synti á 35,46 sekúndum en gamla metið var 35,70 sekúndur og frá árinu 2014.

Finni setti líka nýtt garpamet í 100 metra bringusundi en hann synti þá á 1:20,92 mínútum sem er töluvert betra en hann átti fyrir samkvæmt metaskrá SSÍ.  Gamla metið hans er 1.22,18 mínútur sett árið 2014.

Kári Geirlaugsson úr ÍA setti nýtt íslenskt garpamet í 400 metra skriðsundi en hann syndir í aldursflokki 65 til 69 ára og synti greinina á 6:18,63 mínútum sem er mikil bæting á fyrra meti. Það var samkvæmt metaskrá SSÍ 9:50,63 mínútur.  

Kári var nokkuð ánægður með sig eftir sundið og sagði það hafa tekist betur en hann þorði að vona samkvæmt frétt á heimasíðu Sundsambandbands Íslands.


Tengdar fréttir

Stefnan sett á að toppa í Ríó

Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó.

Ómögulegt að hætta núna

Sunddrottningin Hrafnhildur Lúthersdóttir var ekki viss um framtíð sína í íþróttinni fyrir tveimur árum en nú stefnir þessi þrefaldi verðlaunahafi frá EM í 50 metra laug á verðlaunapall á Ólympíuleikunum í Ríó.

Hrafnhildur: Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar

Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Hafnarfirði vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London í síðustu viku og Arnar Björnsson hitti hana á heimili hennar í dag. Hrafnhildur hún var þá nýkomin heim en samt búin að fara sína fyrstu æfingu eftir Evrópumótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×