Þrjú þúsund á hverju kvöldi í norðurljósaferð Þórdís Valsdóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Norðurljósin eru áhrifarík leið til að lengja ferðamannatímann og auka þannig stöðugleika í ferðaþjónustu. vísir/GVA Mikil uppsveifla hefur verið í norðurljósaferðum og eru þær orðnar mikilvægur hlekkur í vetrarferðaþjónustu. Á góðu vetrarkvöldi fara rúmlega þrjú þúsund erlendir ferðamenn í slíka ferð. Á síðustu tíu árum hefur hlutfall ferðamanna sem greitt hafa fyrir norðurljósaferðir aukist úr 14 prósentum í 42 prósent.„Við höfum farið með yfir tuttugu bíla á einu kvöldi svo það kemur mér ekki á óvart ef þetta eru meira en þrjú þúsund manns,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fréttablaðið/PjeturFjöldi ferðamanna ferðast til landsins í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum. „Það er mikið verk að uppfylla væntingar fólks og þetta er svipað eins og með fótboltaleik, mörkin eru ekki innifalin,“ segir Kristján og bætir við að ef norðurljósin sjást ekki í ferðunum geta farþegarnir farið aftur í ferðina sér að kostnaðarlausu. „Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi.“ Erfitt getur reynst að segja til um hvar hægt er að sjá norðurljósin á tilteknu kvöldi en að sögn Kristjáns stóla aðilar innan ferðaþjónustunnar á norðurljósaspár. „Við erum sífellt að verða vísindalegri og tökum spár frá nokkrum aðilum og setjum saman. Í dag erum við með sérfræðing sem gerir spá fyrir okkur svo við séum að fara á réttu staðina.“ Árstíðasveifla í ferðaþjónustu hérlendis er mikil áskorun en ferðamönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira síðastliðin ár en á öðrum árstíma samkvæmt tölum Hagstofunnar og Ferðamálastofu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Mikil uppsveifla hefur verið í norðurljósaferðum og eru þær orðnar mikilvægur hlekkur í vetrarferðaþjónustu. Á góðu vetrarkvöldi fara rúmlega þrjú þúsund erlendir ferðamenn í slíka ferð. Á síðustu tíu árum hefur hlutfall ferðamanna sem greitt hafa fyrir norðurljósaferðir aukist úr 14 prósentum í 42 prósent.„Við höfum farið með yfir tuttugu bíla á einu kvöldi svo það kemur mér ekki á óvart ef þetta eru meira en þrjú þúsund manns,“ segir Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða.Kristján Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Fréttablaðið/PjeturFjöldi ferðamanna ferðast til landsins í þeim tilgangi einum að berja norðurljósin augum. „Það er mikið verk að uppfylla væntingar fólks og þetta er svipað eins og með fótboltaleik, mörkin eru ekki innifalin,“ segir Kristján og bætir við að ef norðurljósin sjást ekki í ferðunum geta farþegarnir farið aftur í ferðina sér að kostnaðarlausu. „Það er mikill spenningur í ferðamönnum, það er klappað og faðmast þegar norðurljósin sjást dansandi.“ Erfitt getur reynst að segja til um hvar hægt er að sjá norðurljósin á tilteknu kvöldi en að sögn Kristjáns stóla aðilar innan ferðaþjónustunnar á norðurljósaspár. „Við erum sífellt að verða vísindalegri og tökum spár frá nokkrum aðilum og setjum saman. Í dag erum við með sérfræðing sem gerir spá fyrir okkur svo við séum að fara á réttu staðina.“ Árstíðasveifla í ferðaþjónustu hérlendis er mikil áskorun en ferðamönnum yfir vetrartímann hefur fjölgað hlutfallslega meira síðastliðin ár en á öðrum árstíma samkvæmt tölum Hagstofunnar og Ferðamálastofu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 28. maí.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira