Umbylting í námslánakerfinu: Nemendur fá þrjár milljónir í styrk Sæunn Gísladóttir skrifar 27. maí 2016 13:31 Illugi Gunnarsson er mennta- og menningarmálaráðherra. Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarp um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna var afgreitt úr ríkisstjórn á þriðjudag. Frumvarpið var samþykkt á fundum þingflokka stjórnarflokkanna og verður lagt fyrir Alþingi eftir helgi. Um er að ræða grundvallarbreytingu á námsaðstoð ríkisins sem miðar að því að koma á fót blönduðum styrktarsjóði að norrænni fyrirmynd. Markmið breytinga á lögunum er að tryggja áfram jafnan aðgang að námi, skapa aukið réttlæti og gegnsæi við úthlutun styrkja og að skapa fyrirsjáanleika fyrir námsmenn og lánasjóðinn. Jafnframt er markmiðið að tryggja námsmönnum fulla framfærslu og gefa þeim valkost á að mennta sig án skuldsetningar. Sem fyrr segir geta námsmenn í fullu námi fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk. Heildarstyrkur getur numið allt að 2,925 milljónum króna miðað við fulla námsframvindu og heildarlán miðast við fimmtán milljónir á hvern námsmann. Heildaraðstoð getur því numið tæpum átján milljónum króna, en yfir 99 prósent nemenda falla undir það viðmið. Vextir lána verða fastir verðtryggðir 2,5 prósent, að viðbættu álagi til að mæta afföllum af lánum sem er áætlað um 0,5 prósent í nýju kerfi.Nemendur fá fulla framfærsluMeð nýja frumvarpinu munu námsmenn fá fulla framfærslu í níu mánuði í stað 90 prósent. Full framfærsla fyrir næsta skólaár er áætluð tæpar 188 þúsund krónur á mánuði.Hægt að fresta helmingi gjalddaga vegna íbúðarkaupaHægt verður að sækja um heimild til að fresta helmingi hvers gjalddaga námslána vegna kaupa á fyrsta íbúðarhúsnæði í allt að 60 mánuði til að auðvelda ungu fólki íbúðarkaup. Með þessu er greiðslubyrði námslána lækkuð á meðan ungar fjölskyldur koma þaki yfir höfuðið og auðveldar greiðslumat. Þá verður hægt að sækja um frestun á endurgreiðslu námslánanna vegna atvika sem valda tímabundnum fjárhagsörðugleikum í eitt ár í senn en að hámarki í 3 ár samanlagt.Iðn- og verknám verður nú styrkhæftAðfaranám eða svokallað frumgreinanám fyrir einstaklinga sem orðnir eru 23 ára verður aðstoðarhæft. Hins vegar verður nám sem skipulagt er með vinnu ekki aðstoðarhæft. Nemendur 18 ára og eldri í iðn- og verknámi geta notið námsaðstoðar. Styrkhæfi og endurgreiðsluskilmálar verða nú áþekkir hinum Norðurlöndunum. Veitt verður námsaðstoð í sjö ár (420 einingar) óháð námsferli í stað 480 eininga þar sem girðingar eru varðandi nýtingu eininga á mismunandi námsstigum, til dæmis er í dag eingöngu lánað fyrir 180 einingum í BA námi.Aðstoð að hámarki í sjö árÁ móti kemur að aðstoð verður að hámarki veitt fyrir 7 ára nám, eða 420 ECTS einingum, í stað 8 ára nú, eða 480 ECTS einingum. Til samanburðar veitir Noregur námsaðstoð fyrir 480 ECTS einingum (8 árum), Danmörk og Svíþjóð fyrir 360 einingum (6 árum) og Finnland fyrir 300 einingum (5 árum). Hámarksendurgreiðslutími lána verður 40 ár, en er 20 ár í Noregi, 7-15 ár í Danmörku, 25 ár í Svíþjóð og 30 ár í Finnlandi.Engin námsaðstoð fyrir 60 ára og eldriUppgreiðslu skal ávallt vera lokið fyrir 67 ára aldur, en sambærilegt skilyrði miðast við 65 ára aldur í Noregi og 60 ár í Svíþjóð. Námsaðstoð ríkisins verður ekki veitt 60 ára og eldri, en slík aðstoð er ekki veitt 45-65 ára og eldri í Noregi né 57 ára og eldri í Svíþjóð. Endurgreiðslur verða fastar mánaðarlegar afborganir líkt og er á öllum hinum Norðurlöndunum, í stað tekjutengdra afborgana eins og nú er. Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Samkvæmt nýju frumvarpi um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna munu námsmenn í fullu námi geta fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk í alls 45 mánuði, sem svarar til fimm hefðbundinni skólaára. Námsmenn geta ákveðið að taka eingöngu styrk, eða styrk og lán, eða jafnvel lán að hluta. Um verður að ræða blandað námsstyrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Frumvarp um heildarendurskoðun laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna var afgreitt úr ríkisstjórn á þriðjudag. Frumvarpið var samþykkt á fundum þingflokka stjórnarflokkanna og verður lagt fyrir Alþingi eftir helgi. Um er að ræða grundvallarbreytingu á námsaðstoð ríkisins sem miðar að því að koma á fót blönduðum styrktarsjóði að norrænni fyrirmynd. Markmið breytinga á lögunum er að tryggja áfram jafnan aðgang að námi, skapa aukið réttlæti og gegnsæi við úthlutun styrkja og að skapa fyrirsjáanleika fyrir námsmenn og lánasjóðinn. Jafnframt er markmiðið að tryggja námsmönnum fulla framfærslu og gefa þeim valkost á að mennta sig án skuldsetningar. Sem fyrr segir geta námsmenn í fullu námi fengið 65 þúsund krónur á mánuði í beinan styrk. Heildarstyrkur getur numið allt að 2,925 milljónum króna miðað við fulla námsframvindu og heildarlán miðast við fimmtán milljónir á hvern námsmann. Heildaraðstoð getur því numið tæpum átján milljónum króna, en yfir 99 prósent nemenda falla undir það viðmið. Vextir lána verða fastir verðtryggðir 2,5 prósent, að viðbættu álagi til að mæta afföllum af lánum sem er áætlað um 0,5 prósent í nýju kerfi.Nemendur fá fulla framfærsluMeð nýja frumvarpinu munu námsmenn fá fulla framfærslu í níu mánuði í stað 90 prósent. Full framfærsla fyrir næsta skólaár er áætluð tæpar 188 þúsund krónur á mánuði.Hægt að fresta helmingi gjalddaga vegna íbúðarkaupaHægt verður að sækja um heimild til að fresta helmingi hvers gjalddaga námslána vegna kaupa á fyrsta íbúðarhúsnæði í allt að 60 mánuði til að auðvelda ungu fólki íbúðarkaup. Með þessu er greiðslubyrði námslána lækkuð á meðan ungar fjölskyldur koma þaki yfir höfuðið og auðveldar greiðslumat. Þá verður hægt að sækja um frestun á endurgreiðslu námslánanna vegna atvika sem valda tímabundnum fjárhagsörðugleikum í eitt ár í senn en að hámarki í 3 ár samanlagt.Iðn- og verknám verður nú styrkhæftAðfaranám eða svokallað frumgreinanám fyrir einstaklinga sem orðnir eru 23 ára verður aðstoðarhæft. Hins vegar verður nám sem skipulagt er með vinnu ekki aðstoðarhæft. Nemendur 18 ára og eldri í iðn- og verknámi geta notið námsaðstoðar. Styrkhæfi og endurgreiðsluskilmálar verða nú áþekkir hinum Norðurlöndunum. Veitt verður námsaðstoð í sjö ár (420 einingar) óháð námsferli í stað 480 eininga þar sem girðingar eru varðandi nýtingu eininga á mismunandi námsstigum, til dæmis er í dag eingöngu lánað fyrir 180 einingum í BA námi.Aðstoð að hámarki í sjö árÁ móti kemur að aðstoð verður að hámarki veitt fyrir 7 ára nám, eða 420 ECTS einingum, í stað 8 ára nú, eða 480 ECTS einingum. Til samanburðar veitir Noregur námsaðstoð fyrir 480 ECTS einingum (8 árum), Danmörk og Svíþjóð fyrir 360 einingum (6 árum) og Finnland fyrir 300 einingum (5 árum). Hámarksendurgreiðslutími lána verður 40 ár, en er 20 ár í Noregi, 7-15 ár í Danmörku, 25 ár í Svíþjóð og 30 ár í Finnlandi.Engin námsaðstoð fyrir 60 ára og eldriUppgreiðslu skal ávallt vera lokið fyrir 67 ára aldur, en sambærilegt skilyrði miðast við 65 ára aldur í Noregi og 60 ár í Svíþjóð. Námsaðstoð ríkisins verður ekki veitt 60 ára og eldri, en slík aðstoð er ekki veitt 45-65 ára og eldri í Noregi né 57 ára og eldri í Svíþjóð. Endurgreiðslur verða fastar mánaðarlegar afborganir líkt og er á öllum hinum Norðurlöndunum, í stað tekjutengdra afborgana eins og nú er.
Alþingi Skóla - og menntamál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira