Ofurskálin snýr aftur til Los Angeles Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. maí 2016 09:45 Denver Broncos er ríkjandi meistari í NFL-deildinni. vísir/getty Ljóst er hvar leikurinn um Ofurskálina, úrslitaleikur ameríska fótboltans, fer fram næstu fimm árin en eigendur liðanna í deildinni ákváðu í gær hvar leikirnir árin 2019, 2020, og 2021 fara fram. Þetta kemur fram á vef ESPN. Vitað var að leikið verður um Ofurskálina á NRG-vellinum í Houston á heimavelli Texans á næsta ári og eftir það í nýrri höll Minnesota Vikings árið 2018. Super Bowl 2019 fer fram í nýrri og stórkostlegri höll Atlanta Falcons í Atlanta, árið eftir verður leikurinn á nýjum velli Miami Dolphins á Flórída og 2021 snýr Ofurskálin aftur til Los Angeles eftir 28 ára bið. Leikurinn fer þá fram á nýjum leikvangi Los Angeles Rams sem verið er að byggja en St. Louis Rams færði sig um set í byrjun árs og er komið aftur til Los Angeles. Los Angeles hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994 þegar Raiders-liðið fluttist þaðan til Oakland. Síðast fór Super Bowl-leikur fram á Rose Bowl-vellinum í Kaliforníu 31. janúar 1993 en þá rústaði Dallas Cowboys liði Buffalo Bills, 52-17. Nýr leikvangur Los Angeles Rams verður tveggja ára gamall þegar Super Bowl fer þar fram en leikvangurinn mun kosta 2,6 milljarða dollara og opnar árið 2019. Los Angeles Rams vildi helst fá leikinn til sín árið 2020 en Stan Kroenke, eigandi Rams sem er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, getur vel sætt sig við að hýsa Ofurskálina 2021. „Maður vill hafa þetta fullkomið, ekki satt? Þegar leikurinn kemur aftur til L.A. eftir öll þess ár vill maður hafa þetta fullkomið. Kannski er bara betra að bíða í eitt ár til viðbótar þannig allt verði fullkomið,“ sagði Stan Kroenke eftir fund eigendanna í gær. NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Ljóst er hvar leikurinn um Ofurskálina, úrslitaleikur ameríska fótboltans, fer fram næstu fimm árin en eigendur liðanna í deildinni ákváðu í gær hvar leikirnir árin 2019, 2020, og 2021 fara fram. Þetta kemur fram á vef ESPN. Vitað var að leikið verður um Ofurskálina á NRG-vellinum í Houston á heimavelli Texans á næsta ári og eftir það í nýrri höll Minnesota Vikings árið 2018. Super Bowl 2019 fer fram í nýrri og stórkostlegri höll Atlanta Falcons í Atlanta, árið eftir verður leikurinn á nýjum velli Miami Dolphins á Flórída og 2021 snýr Ofurskálin aftur til Los Angeles eftir 28 ára bið. Leikurinn fer þá fram á nýjum leikvangi Los Angeles Rams sem verið er að byggja en St. Louis Rams færði sig um set í byrjun árs og er komið aftur til Los Angeles. Los Angeles hefur ekki átt NFL-lið síðan 1994 þegar Raiders-liðið fluttist þaðan til Oakland. Síðast fór Super Bowl-leikur fram á Rose Bowl-vellinum í Kaliforníu 31. janúar 1993 en þá rústaði Dallas Cowboys liði Buffalo Bills, 52-17. Nýr leikvangur Los Angeles Rams verður tveggja ára gamall þegar Super Bowl fer þar fram en leikvangurinn mun kosta 2,6 milljarða dollara og opnar árið 2019. Los Angeles Rams vildi helst fá leikinn til sín árið 2020 en Stan Kroenke, eigandi Rams sem er einnig eigandi enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal, getur vel sætt sig við að hýsa Ofurskálina 2021. „Maður vill hafa þetta fullkomið, ekki satt? Þegar leikurinn kemur aftur til L.A. eftir öll þess ár vill maður hafa þetta fullkomið. Kannski er bara betra að bíða í eitt ár til viðbótar þannig allt verði fullkomið,“ sagði Stan Kroenke eftir fund eigendanna í gær.
NFL Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira