Hrafnhildur: Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 19:15 Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Hafnarfirði vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London í síðustu viku og Arnar Björnsson hitti hana á heimili hennar í dag. Hrafnhildur var þá nýkomin heim en samt búin að fara sína fyrstu æfingu eftir Evrópumótið. Hrafnhildur vann silfurverðlaun í 50 metra og 100 metra bringusundi í London og ennfremur brons í 200 metra sundi en engin íslenska sundkona hafði áður unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra lauginni. Hrafnhildur fékk ekki langt frí eftir EM í London en hún kom heim í gærkvöldi og mætti á sína fyrstu æfingu í morgun. „Ég er búin að átta mig aðeins meira á þessu núna eftir að ég kom heim. Þetta var þvílíkt ferðalag þarna út og rosalega gaman að fá allan þennan stuðning og öll skilaboðin á fésbókinni og allt það. Það var samt ekki fyrr en ég kom heim og fékk þessar þvílíkur móttökur á flugvellinum frá fjölskyldu og vinum þá fattaði ég að þetta gerðist," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.Hrafnhildur Lúthersdóttir með fyrsta silfrið sem hún vann á EM.Vísir/EPA„Fólk er að stoppa mig í lauginni og út á götu til að segja: Til hamingju eða ég þekki þig ekki neitt en til hamingju. Það er rosalega gaman," segir Hrafnhildur en hvernig taka keppninautar hennar uppkomu hennar. „Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar," sagði Hrafnhildur hlæjandi en bætti svo við: „Ég hef alltaf verið að synda með þeim og svoleiðis á öðrum mótum. Ég hef séð þær og þær vita kannski hver ég er en hafa aldrei talað almennilega við mig," sagði Hrafnhildur. „Það var ekki fyrr en ég fór í úrslit á HM í Kazan að ég var kominn í elítuhópinn og þá var hægt að tala við mig. Þá var byrjað að spyrja hvernig gengi og ég var kominn upp í hópinn með þeim," sagði Hrafnhildur. „Þá gat heimsmethafinn talað við mig því ég hef komist í úrslit," sagði Hrafnhildur hlæjandi en hún fær ekki mikla hvíld enda á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Þetta verður mikill undirbúningur en þetta er líka fljótt að liða enda bara einhverjir tvær mánuðir í leikana. Nú verð ég bara að æfa á fullu fram að því, koma mér í betra form og fíngera smáatriðin," sagði Hrafnhildur sem var ekkert að biðja um smá frí eftir öll verðlaunin í London. „Ég er tilbúin að fara í laugina aftur. Ég fékk smá frí þegar ég var að ferðast til Íslands. Ég var svo spennt eftir þetta að geta farið til Ríó til að sýna hvað ég get gert. Ég ætla að synda eins hratt og ég get og hafa gaman að því. Markmiðið er að komast í úrslit og um leið og maður kemst í úrslit þá getur allt gerst. Þegar maður er með braut þá á maður möguleika," sagði Hrafnhildur en það má sjá allt viðtal Arnars við Hrafnhildi í spilaranum hér fyrir ofan. Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Stefnan sett á að toppa í Ríó Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu. 22. maí 2016 16:30 Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London. 22. maí 2016 17:40 Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu. 22. maí 2016 15:19 Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu. 21. maí 2016 15:30 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Hafnarfirði vann þrenn verðlaun á Evrópumótinu í London í síðustu viku og Arnar Björnsson hitti hana á heimili hennar í dag. Hrafnhildur var þá nýkomin heim en samt búin að fara sína fyrstu æfingu eftir Evrópumótið. Hrafnhildur vann silfurverðlaun í 50 metra og 100 metra bringusundi í London og ennfremur brons í 200 metra sundi en engin íslenska sundkona hafði áður unnið verðlaun á stórmóti í 50 metra lauginni. Hrafnhildur fékk ekki langt frí eftir EM í London en hún kom heim í gærkvöldi og mætti á sína fyrstu æfingu í morgun. „Ég er búin að átta mig aðeins meira á þessu núna eftir að ég kom heim. Þetta var þvílíkt ferðalag þarna út og rosalega gaman að fá allan þennan stuðning og öll skilaboðin á fésbókinni og allt það. Það var samt ekki fyrr en ég kom heim og fékk þessar þvílíkur móttökur á flugvellinum frá fjölskyldu og vinum þá fattaði ég að þetta gerðist," sagði Hrafnhildur Lúthersdóttir í viðtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.Hrafnhildur Lúthersdóttir með fyrsta silfrið sem hún vann á EM.Vísir/EPA„Fólk er að stoppa mig í lauginni og út á götu til að segja: Til hamingju eða ég þekki þig ekki neitt en til hamingju. Það er rosalega gaman," segir Hrafnhildur en hvernig taka keppninautar hennar uppkomu hennar. „Ég held að þær séu orðnar svolítið smeykar," sagði Hrafnhildur hlæjandi en bætti svo við: „Ég hef alltaf verið að synda með þeim og svoleiðis á öðrum mótum. Ég hef séð þær og þær vita kannski hver ég er en hafa aldrei talað almennilega við mig," sagði Hrafnhildur. „Það var ekki fyrr en ég fór í úrslit á HM í Kazan að ég var kominn í elítuhópinn og þá var hægt að tala við mig. Þá var byrjað að spyrja hvernig gengi og ég var kominn upp í hópinn með þeim," sagði Hrafnhildur. „Þá gat heimsmethafinn talað við mig því ég hef komist í úrslit," sagði Hrafnhildur hlæjandi en hún fær ekki mikla hvíld enda á fullu að undirbúa sig fyrir Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Þetta verður mikill undirbúningur en þetta er líka fljótt að liða enda bara einhverjir tvær mánuðir í leikana. Nú verð ég bara að æfa á fullu fram að því, koma mér í betra form og fíngera smáatriðin," sagði Hrafnhildur sem var ekkert að biðja um smá frí eftir öll verðlaunin í London. „Ég er tilbúin að fara í laugina aftur. Ég fékk smá frí þegar ég var að ferðast til Íslands. Ég var svo spennt eftir þetta að geta farið til Ríó til að sýna hvað ég get gert. Ég ætla að synda eins hratt og ég get og hafa gaman að því. Markmiðið er að komast í úrslit og um leið og maður kemst í úrslit þá getur allt gerst. Þegar maður er með braut þá á maður möguleika," sagði Hrafnhildur en það má sjá allt viðtal Arnars við Hrafnhildi í spilaranum hér fyrir ofan.
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Tengdar fréttir Stefnan sett á að toppa í Ríó Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu. 22. maí 2016 16:30 Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London. 22. maí 2016 17:40 Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu. 22. maí 2016 15:19 Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu. 21. maí 2016 15:30 Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Verður Breiðablik loks Íslandsmeistari? Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Sjá meira
Stefnan sett á að toppa í Ríó Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til þrennra verðlauna í 50 metra laug á EM í London sem lauk í gær. Hún gerði sér ekki vonir um að ná svona góðum árangri enda í stífum æfingum fyrir Ólympíuleikana í Ríó. 23. maí 2016 06:00
Hrafnhildur fékk fleiri medalíur en Norðmenn, Finnar og Rússar Hrafnhildur Lúthersdóttir, sunddrottning úr SH, lauk keppni á Evrópumeistaramótinu í sundi í dag en hún vann alls þrjá verðlaunapeninga á mótinu. 22. maí 2016 16:30
Hrafnhildur: Gæti ekki verið ánægðari Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til tvennra silfurverðlauna og einna bronsverðlauna á EM í 50 metra laug í London. 22. maí 2016 17:40
Annað silfur Hrafnhildar | Komin með þrjár medalíur Hrafnhildur Lúthersdóttir vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London sem lauk nú rétt í þessu. 22. maí 2016 15:19
Hrafnhildur setti nýtt Íslandsmet er hún komst í úrslit Sundkonan Hrafnhildur Lúthersdóttir bætti eigið Íslandsmet þegar hún komst í úrslit í 50 metra bringusundi á EM í 50 metra laug í London þegar hún kom í mark á 30,83 sekúndu. 21. maí 2016 15:30