Mamma nýliða í NFL-deildinni fékk líka samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 23:30 Eli Apple. Vísir/Getty NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann. NFL Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira
NFL-deild ameríska fótboltans er heldur betur að breyta lífi Apple-fjölskyldunnar þessa dagana því sonurinn var valinn í NFL-deildina og mamman var ráðinn til að fjalla um NFL-deildina. Eli Apple er tvítugur strákur sem New York Giants valdi númer tíu í nýliðavalinu í sumar en hann kemur úr Ohio State skólanum. Hann spilar stöðu bakvarðar (Cornerback), náði tíunda besta tímanum í 40 jarda í nýliðabúðunum og er því afar sprettharður strákur. Það vissu allir um komu Eli Apple til New York Giants liðsins en Sports Illustrated sagði frá því að hann var ekki sá eini sem var ráðinn í vinnu tengdri NFL-deildinni. Móðir hans, Annie Apple, fékk starf hjá ESPN þar sem hún mun vinna efni fyrir NFL-þátt sjónvarpsstöðvarinnar á sunnudögum, þátt sem heitir Sunday NFL Countdown show. Annie Apple vakti mikla athygli fyrir pistil sem hún skrifaði um upplifun sína af nýliðavalinu þar sem sonur hennar var valinn að einu af risastóru félögunum. Hún er bloggari og hefur því skrifað skemmtilega pistla tengdum upplifun sinni sem móður fótboltastráks. Bloggið hennar heitir: „Survivin America: Making it through with humor and hope.” Eftir að Annie skrifaði pistil sinn um NFL-nýliðavalið hefur hún verið gestur í þáttum á vegum ESPN eins og „His & Hers” og „NFL Live.“ Hún hefur fengið hrós fyrir skemmtilegan húmor og að vera óhrædd við að segja sína skoðun. Hún heillaði alla upp úr skónum í höfuðstöðvum ESPN og vann sér inn skemmtilegt starf í tengslum við NFL-tímabilið sem hefst í september. ESPN ætlar örugglega að nýta sér einstakt sjónvarhorn Annie Apple sem móður NFL-leikmanns og áhugakonu um ameríska fótboltann.
NFL Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Elías skoraði og Stefán lagði upp Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Búbbluhausinn verður í banni Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Sara Björk lagði upp í stórsigri Bully Boy með gigt Mundi loforðið til kennarans Vigdís Lilja seld til Anderlecht Þjálfari fékk þriggja leikja bann fyrir að sparka í James Rodríguez Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara UFC-bardagakappi sagði að Hitler hefði verið fínn gaur Orri og Elías í einvígi um að mæta ensku stórliði Tveir íslenskir Nökkvar í Rotterdam City mætir Real Madrid í umspilinu Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Hákon búinn að fórna miklu: „Ég stefni bara á meira og enn hærra“ Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Sjá meira