Del Bosque: Óréttlátt ef Iniesta vinnur aldrei Gullboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2016 14:45 Iniesta varð tvöfaldur meistari með Barcelona í ár. vísir/getty Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Spánverja, segir að það yrði óréttlátt ef Andres Iniesta myndi aldrei vinna Gullboltann, sem er veittur besta leikmanni heims á hverju ári. Iniesta hefur átt afar farsælan feril, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann hefur m.a. unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang með Barcelona og orðið heimsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Alls hefur Iniesta unnið 28 titla með Barcelona síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 2002. Þrátt fyrir þessa glæsilegu ferilskrá hefur Iniesta aldrei unnið Gullboltann. Hann komst næst því 2010 þegar hann lenti í 2. sæti á eftir samherja sínum hjá Barcelona, Lionel Messi. Miðjumaðurinn snjalli varð svo í 3. sæti í kjörinu tveimur árum síðar. „Það yrði óréttlátt ef Iniesta myndi hætta án þess að vinna Gullboltann,“ sagði Del Bosque. „En það er erfitt þegar þú ert að keppa við leikmenn á borð við Messi og Cristiano Ronaldo,“ bætti Del Bosque við. Iniesta átti frábæran leik þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Sevilla í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á sunnudaginn og Del Bosque segir að það gefi góð fyrirheit fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. „Við erum mjög ánægðir að sjá Iniesta svona góðan, eins og hann var í úrslitaleiknum. Jafnvel þegar Barcelona var manni færri tók hann stjórnina í leiknum og hjálpaði liðinu yfir erfiðustu hjallana,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Spánn, sem vann EM 2008 og 2012, er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Tékklandi í Frakklandi. EM 2016 í Frakklandi Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Spánverja, segir að það yrði óréttlátt ef Andres Iniesta myndi aldrei vinna Gullboltann, sem er veittur besta leikmanni heims á hverju ári. Iniesta hefur átt afar farsælan feril, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann hefur m.a. unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang með Barcelona og orðið heimsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Alls hefur Iniesta unnið 28 titla með Barcelona síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 2002. Þrátt fyrir þessa glæsilegu ferilskrá hefur Iniesta aldrei unnið Gullboltann. Hann komst næst því 2010 þegar hann lenti í 2. sæti á eftir samherja sínum hjá Barcelona, Lionel Messi. Miðjumaðurinn snjalli varð svo í 3. sæti í kjörinu tveimur árum síðar. „Það yrði óréttlátt ef Iniesta myndi hætta án þess að vinna Gullboltann,“ sagði Del Bosque. „En það er erfitt þegar þú ert að keppa við leikmenn á borð við Messi og Cristiano Ronaldo,“ bætti Del Bosque við. Iniesta átti frábæran leik þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Sevilla í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á sunnudaginn og Del Bosque segir að það gefi góð fyrirheit fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. „Við erum mjög ánægðir að sjá Iniesta svona góðan, eins og hann var í úrslitaleiknum. Jafnvel þegar Barcelona var manni færri tók hann stjórnina í leiknum og hjálpaði liðinu yfir erfiðustu hjallana,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Spánn, sem vann EM 2008 og 2012, er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Tékklandi í Frakklandi.
EM 2016 í Frakklandi Spænski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira