Del Bosque: Óréttlátt ef Iniesta vinnur aldrei Gullboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. maí 2016 14:45 Iniesta varð tvöfaldur meistari með Barcelona í ár. vísir/getty Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Spánverja, segir að það yrði óréttlátt ef Andres Iniesta myndi aldrei vinna Gullboltann, sem er veittur besta leikmanni heims á hverju ári. Iniesta hefur átt afar farsælan feril, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann hefur m.a. unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang með Barcelona og orðið heimsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Alls hefur Iniesta unnið 28 titla með Barcelona síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 2002. Þrátt fyrir þessa glæsilegu ferilskrá hefur Iniesta aldrei unnið Gullboltann. Hann komst næst því 2010 þegar hann lenti í 2. sæti á eftir samherja sínum hjá Barcelona, Lionel Messi. Miðjumaðurinn snjalli varð svo í 3. sæti í kjörinu tveimur árum síðar. „Það yrði óréttlátt ef Iniesta myndi hætta án þess að vinna Gullboltann,“ sagði Del Bosque. „En það er erfitt þegar þú ert að keppa við leikmenn á borð við Messi og Cristiano Ronaldo,“ bætti Del Bosque við. Iniesta átti frábæran leik þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Sevilla í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á sunnudaginn og Del Bosque segir að það gefi góð fyrirheit fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. „Við erum mjög ánægðir að sjá Iniesta svona góðan, eins og hann var í úrslitaleiknum. Jafnvel þegar Barcelona var manni færri tók hann stjórnina í leiknum og hjálpaði liðinu yfir erfiðustu hjallana,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Spánn, sem vann EM 2008 og 2012, er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Tékklandi í Frakklandi. EM 2016 í Frakklandi Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira
Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Spánverja, segir að það yrði óréttlátt ef Andres Iniesta myndi aldrei vinna Gullboltann, sem er veittur besta leikmanni heims á hverju ári. Iniesta hefur átt afar farsælan feril, bæði með Barcelona og spænska landsliðinu. Hann hefur m.a. unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang með Barcelona og orðið heimsmeistari og tvisvar sinnum Evrópumeistari með spænska landsliðinu. Alls hefur Iniesta unnið 28 titla með Barcelona síðan hann lék sinn fyrsta leik fyrir félagið 2002. Þrátt fyrir þessa glæsilegu ferilskrá hefur Iniesta aldrei unnið Gullboltann. Hann komst næst því 2010 þegar hann lenti í 2. sæti á eftir samherja sínum hjá Barcelona, Lionel Messi. Miðjumaðurinn snjalli varð svo í 3. sæti í kjörinu tveimur árum síðar. „Það yrði óréttlátt ef Iniesta myndi hætta án þess að vinna Gullboltann,“ sagði Del Bosque. „En það er erfitt þegar þú ert að keppa við leikmenn á borð við Messi og Cristiano Ronaldo,“ bætti Del Bosque við. Iniesta átti frábæran leik þegar Barcelona vann 2-0 sigur á Sevilla í úrslitaleik spænsku bikarkeppninnar á sunnudaginn og Del Bosque segir að það gefi góð fyrirheit fyrir EM í Frakklandi sem hefst í næsta mánuði. „Við erum mjög ánægðir að sjá Iniesta svona góðan, eins og hann var í úrslitaleiknum. Jafnvel þegar Barcelona var manni færri tók hann stjórnina í leiknum og hjálpaði liðinu yfir erfiðustu hjallana,“ sagði landsliðsþjálfarinn. Spánn, sem vann EM 2008 og 2012, er í riðli með Tyrklandi, Króatíu og Tékklandi í Frakklandi.
EM 2016 í Frakklandi Spænski boltinn Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Handbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Sport Fleiri fréttir Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Sjá meira