Ólafur braut engar reglur með þyrluferð sinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. maí 2016 10:59 Þyrlan á vettvangi slyssins í gærkvöldi. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni. Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Þyrsluslysið sem Ólafur Ólafsson fjárfestir lenti í í gærkvöldi hefur vakið mikla athygli. Ólafur var með þrjá erlenda viðskiptafélaga á útsýnisflugi en reyndur íslenskur þyrluflugmaður flaug vélinni sem þurfti að nauðlenda. Þrír voru lagðir inn vegna beinbrota og tveir voru undir eftirliti í nótt. Þeirra á meðal er Ólafur vegna hugsanlegra innvortis meiðsla en hann mun hafa slasað sig bæði á hrygg og hálsi. Ólafur afplánar sem kunnugt er dóm sem hann hlaut í Al-Thani málinu svonefnda. Ólafur hlaut fjögurra og hálfs árs dóm og afplánaði fyrsta árið á Kvíabryggju á Snæfellsnesi. Hann hefur undanfarnar vikur dvalið á áfangaheimilinu Vernd í Laugardal ásamt félögum sínum úr Kaupþingi; þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni. Ólafur Ólafsson hlaut ekki beinbrot en slasaðist á hálsi og hrygg.vísir/vilhelm Átti að vera mættur á Vernd klukkan 21 Landsmenn velta greinilega margir hverjir fyrir sér hvernig standi á því að Ólafur, sem hlaut svo þungan dóm í febrúar í fyrra, geti verið í þyrluferð með viðskiptafélögum sínum fimmtán mánuðum eftir dóminn. Samkvæmt nýjum lögum um fullnustu refsinga, sem Alþingi samþykkti í mars og hafa tekið gildi, er sá tími sem menn mega vera í rafrænu eftirliti tvöfaldaður. Samkvæmt reglum um afplánun þarf hann að afplána helming tímans, tvö ár og þrjá mánuði, og fær reynslulausn að þeim tíma liðnum. Hann var rúmt ár á Kvíabryggju, verður svo rúmt hálft ár á Vernd og loks tæpt ár með ökklaband í svokölluðu rafrænu eftirliti. Til að geta komist á Vernd, þar sem Ólafur og félagar dvelja nú, þurfa þeir að stunda vinnu eða vera í námi. Þá þurfa þeir að vera á Vernd frá 23 á kvöldin til sjö á morgnana á virkum dögum og frá 21-7 um helgar. Hann átti því að vera komin heim klukkan 21 í gærkvöldi en slysið varð rúmri klukkustund fyrr þegar þyrlan átti skamma leið eftir til höfuðborgarinnar. Töluverður viðbúnaður var vegna slyssins.Vísir/MHH Rannsókn framhaldið í dag Þyrla Ólafs var á leiðinni til Reykjavíkur þegar hún sendi neyðarboð klukkan 19:45. Stuttu síðar náðu farþegar að hringja í Neyðarlínuna og gefa upp nánari staðsetningu á þyrlunni og upplýsingar um farþeganna. Með Ólafi í för var flugmaður og þrír erlendir viðskiptafélagar hans. Voru þeir í útsýnisflugi og á leið aftur til Reykjavíkur þegar slysið varð.Þorkell Ágústsson sem starfar á flugslysasviði rannsóknarnefndar samgönguslysa var á vettvangi slyssins í gærkvöldi og við rannsóknir fram á nótt. Hann segir í samtali við Vísi að aðstæður hafi verið góðar í gær og rannsókn verði framhaldið í dag. Vettvangur slyssins, sem er í nokkurra kílómetra fjarlægð frá veginum við Nesjavelli, var girt af í gærkvöldi. Þorkell var fluttur á vettvang með þyrlu í gær og reiknaði með að það sama yrði uppi á teningnum í dag. Þorkell sagði ekki liggja ljóst fyrir hvers vegna hefði þurft að nauðlenda þyrlunni.
Alþingi Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40 Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55 Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04 Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Ólafur Ólafsson var um borð í þyrlunni Ólafur Ólafsson er eigandi þyrlunnar sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun í kvöld. 22. maí 2016 22:40
Þrír með beinbrot og tveir undir eftirliti Þrír þeirra sem um borð voru í þyrlunni sem brotlenti skammt frá Nesjavallavirkjun hafa verið lagðir inn á Landspítalann með beinbrot og önnur meiðsli. 22. maí 2016 22:55
Ólafur var með erlenda gesti í útsýnisflugi Eigandi Samskipa þakkar skjót viðbrögð í tilkynningu til fjölmiðla. 23. maí 2016 07:04
Þyrlu hlekktist á á Hengilssvæðinu Búið er að flytja alla farþega þyrlunnar til Reykjavíkur. 22. maí 2016 20:26