Mikilvægt að halda vel á spilunum á næstu misserum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2016 10:38 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nýtt aflandskrónufrumvarp jákvætt, en að lítið megi út af bregða. Vísir/GVA Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan
Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46