Stefnan sett á að toppa í Ríó Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. maí 2016 06:00 Hrafnhildur með medalíurnar þrjár. mynd/sundsamband íslands Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira
Síðustu dagar hafa verið draumi líkastir hjá hafnfirsku sundkonunni Hrafnhildi Lúthersdóttur en hún snýr aftur frá London þremur medalíum ríkari. Hrafnhildur vann til silfurverðlauna í 50 metra bringusundi á lokadegi EM í 50 metra laug í London í gær en áður hafði hún unnið til silfurverðlauna í 100 metra bringusundi og bronsverðlauna í 200 metra bringusundi. Hrafnhildur var með annan besta tímann í undanrásunum í 50 metra bringusundinu og þriðja besta tímann í undanúrslitunum þar sem hún synti á nýju Íslandsmeti, 30,83 sekúndum. Í úrslitunum í gær synti Hrafnhildur á 30,91, eða 0,10 sekúndum á eftir sigurvegaranum, hinni sænsku Jennie Johansson. Jenna Laukkanen frá Finnlandi varð þriðja en Norðurlandabúar röðuðu sér í fimm af fyrstu sex sætunum. „Þetta er stórkostlegt, ég gæti ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið í gær. Hún segist ekki hafa gert sér vonir um að ná svona góðum árangri í London og leit í raun á EM sem æfingamót. „Ég gerði mér eiginlega ekkert miklar væntingar, ég fór með æfingahugsun inn í mótið. Ég hef verið að æfa á fullu, var ekkert að hvíla fyrir mótið og ætlaði bara að sjá hvar ég væri stödd,“ sagði Hrafnhildur sem fékk svo sannarlega jákvæð svör við þeirri spurningu. Að hennar sögn var markmiðið ekki að toppa á EM. Það snýst allt um Ólympíuleikana í Ríó í ágúst. „Ég hef verið að æfa á fullu frá því á HM í fyrra en það er síðasta skiptið sem ég hef verið fullhvíld fyrir mót. Svo er stefnan sett á að toppa í Ríó,“ sagði Hrafnhildur sem setti Íslandsmet í 50, 100 og 200 metra bringusundi á HM í Kazan í fyrra. Hún sló þau öll á EM í London. Hrafnhildur kveðst ekki hafa áhyggjur af því að hún sé að toppa of snemma. „Nei, alls ekki. Ég hef ekki verið í fullri hvíld og byrja strax aftur að æfa á morgun [í dag],“ sagði Hrafnhildur sem er bjartsýn á framhaldið og er ekkert smeyk um að auknar væntingar í kjölfar árangursins í Ríó trufli hana. „Eftir því sem ég verð eldri hef ég lært að loka betur á þetta. Ég finn fyrir meiri spennu en stressi og pressu,“ sagði Hrafnhildur sem er þakklát fyrir þann stuðning sem hún hefur fengið að heiman undanfarna daga. Varðandi framhaldið segir Hrafnhildur að það einkennist af æfingum. Hún tekur reyndar þátt á móti í Noregi um næstu helgi en það sé meira til gamans. Annars mun Hrafnhildur einbeita sér að æfingum, með það að markmiði að toppa í Ríó í ágúst.Íslenska sundfólkið sem keppti á EM.mynd/sundsamband íslands
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti „Fannst þetta full mikil brekka“ Körfubolti „Þá er erfitt að spila hér“ Körfubolti Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Fótbolti Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Afturelding áfram með fullt hús stiga Handbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ „Við ætlum ekki að sætta okkur við áttunda sæti eins og í fyrra“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Afturelding áfram með fullt hús stiga Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Markaflóð á Akureyri Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Hófí Dóra vann Suður-Ameríkubikarinn Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Sjá meira