Sigmundur Davíð telur ekkert liggja á kosningum í haust Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. maí 2016 11:53 Sigmundur Davíð var til viðtals í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins. Kosningar 2016 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, telur ekki liggja á kosningum í haust. Hann var í viðtali á Sprengisandi hjá Páli Magnússyni á Bylgjunni í morgun. Sigmundur Davíð segist hafa sagt af sér til að loka ákveðnum leiðum gagnvart þeim sem töldu sig, eftir þeim, getað sett ríkisstjórnina af. Afsögn hans var mótleikur við því. „Þó enn séu einhverjir með hugmyndir um kosningar í haust,“ sagði Sigmundur svo. Páll spurði Sigmund út í orðalag hans þar sem margir hafa gengið út frá því að kosningarnar hafi verið ákveðnar. Páll vísaði í orð Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, og Sigurðar Inga Jóhannessonar, forsætisráðherra, þegar þeir sögðu frá nýrri ríkisstjórn um kosningar í haust. Sigmundur Davíð sagði sem kunnugt er af sér sem forsætisráðherra snemma í apríl eftir að hann gat ekki veitt tilhlýðilegar útskýringar á því hvers vegna nöfn hans og konu hans, Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, var að finna í svonefndum Panama-skjölum. Skjölin sýna viðskiptavini lögfræðiskrifstofunnar Mossack Fonseca sem var öflug á Panama í stofnun aflandsfélaga fyrir auðuga viðskiptavini sína. „Það er rétt að þeir sögðu að þeir væru reiðubúnir til að ræða það að kosningar færu fram snemma og nefndu haustið í því samhengi. En þeir voru mjög skýrir með það að þetta yrði ef, og einungis ef, að öll mál næðu að klárast.“ Sigmundur segir að það þurfi að vera afstaða beggja stjórnarflokkanna til að til kosninga komi. „Það sem ég heyri á fólki og ekki bara í mínum flokki, þingmönnum annarra flokka, margra annarra flokka í þinginu að menn telji ekki viturlegt að fara í kosningar akkúrat þegar við erum á þeim tímapunkt að geta farið í þessa miklu sókn.“ Sigmundur segir Bjarna aldrei hafa óskað eftir því við hann að hann segði af sér. Hann fór fögrum orðum um formann Sjálfstæðisflokksins. Sagði hann heiðarlegan og góðan mann. Hins vegar hafi einhverjir þingmenn stjórnarflokkana viljað nýta sér aðstæður til þess að stokka upp í eigin flokkum. Sigmundur segist ætla að vera áfram í pólitík á meðan hann telur sig áfram geta gert gagn. Hann vonast til þess að Framsóknarmenn komi áfram til með að styðja sig í embætti formanns flokksins.
Kosningar 2016 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira