Sport

Íslenska kvennaboðsundssveitin í úrslit á EM

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur náð mögnuðum árangri á EM í London.
Hrafnhildur Lúthersdóttir hefur náð mögnuðum árangri á EM í London. Vísir/Stefán
Íslenska kvennaboðsundssveitin komst í morgun í úrslit í 4x100 metra fjórsundi kvenna á Evrópumeistaramótinu í 50 metra laug sem fer fram í London þessa dagana.

Íslenskt sundfólk hefur náð ótrúlegum árangri á mótinu hingað til en Hrafnhildur Lúthersdóttir sem er í sveitinni hefur nælt í tvo verðlaunapeninga og keppir í úrslitum í bæði 4x100 metra fjórsundi og 50 metra bringusundi í dag.

Íslenska sveitin kom í mark á tímanum 4:06;32 sem skilaði þeim áttunda og síðasta sætinu í úrslitunum í morgun.

Í sveitinni eru ásamt Hrafnhildi þær Bryndís Rún Hansen, Eygló Ósk Gústafsdóttir og Jóhanna Gerður Gústafsdóttir.

Þær synda því í úrslitunum klukkan 16.06 í dag en klukkustund áður syndir Hrafnhildur í úrslitum í 50 metra bringusundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×