Ætlar að kæra framkvæmd kosninganna Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. maí 2016 09:52 Tíu forsetaframbjóðendur skiluðu inn gögnum til innanríkisráðuneytisins áður en frestur til að bjóða sig fram til forseta rann út á miðnætti. Einn þeirra sem skilaði inn gögnum, Magnús I. Jónsson, á von á því að framboð hans verði ekki gilt og ætlar að kæra framkvæmd kosninganna. Þeir sem skiluðu inn framboðum sínum í gær voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús I. Jónsson og Sturla Jónsson. Farið verður yfir framboðsgögnin og skoðað hvort öll gögn hafi borist frá hverjum og einum frambjóðanda. Að því loknu verður farið með gögnin til Hæstaréttar og auglýst hverjir eru rétt fram komnir frambjóðendur. Kosningarnar verða svo 25. júní næstkomandi. Magnús I. Jónsson, einn þeirra sem skilaði inn framboði í gær, segist hafa skilað inn framboði þrátt fyrir að vera ekki með tilskilinn fjölda undirskrifta. Hann segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn. Hann hafi óskað eftir fresti til að skila inn þeim gögnum sem vantaði en ekki var orðið við því. Magnús ætlar því að kæra framkvæmd kosninganna. „Það hefur verið brotið á mér nokkrum sinnum þarna í framkvæmdinni. Þá neyðist ég til þess að kæra þetta til Hæstaréttar úr því það var ekki hægt að verða við þessu um frest,“ segir Magnús. Frambjóðendum sem skiluðu inn framboðsgögnum hefur verið boðið á fund í innanríkisráðuneytinu í dag og verður þá greint frá fjölda framboða. Baldur Ágústsson stefndi einnig á framboð en hann skilaði ekki inn gögnum til ráðuneytisins þar sem hann náði ekki að safna tilskildum fjölda undirskrifta. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Vill afnema verðtrygginguna. 10. maí 2016 10:40 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Tíu forsetaframbjóðendur skiluðu inn gögnum til innanríkisráðuneytisins áður en frestur til að bjóða sig fram til forseta rann út á miðnætti. Einn þeirra sem skilaði inn gögnum, Magnús I. Jónsson, á von á því að framboð hans verði ekki gilt og ætlar að kæra framkvæmd kosninganna. Þeir sem skiluðu inn framboðum sínum í gær voru Andri Snær Magnason, Ástþór Magnússon, Davíð Oddsson, Elísabet Jökulsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson, Guðrún Margrét Pálsdóttir, Halla Tómasdóttir, Hildur Þórðardóttir, Magnús I. Jónsson og Sturla Jónsson. Farið verður yfir framboðsgögnin og skoðað hvort öll gögn hafi borist frá hverjum og einum frambjóðanda. Að því loknu verður farið með gögnin til Hæstaréttar og auglýst hverjir eru rétt fram komnir frambjóðendur. Kosningarnar verða svo 25. júní næstkomandi. Magnús I. Jónsson, einn þeirra sem skilaði inn framboði í gær, segist hafa skilað inn framboði þrátt fyrir að vera ekki með tilskilinn fjölda undirskrifta. Hann segir misvísandi upplýsingar frá yfirkjörstjórnum hafa orðið til þess að hann náði ekki að skila öllum gögnum inn. Hann hafi óskað eftir fresti til að skila inn þeim gögnum sem vantaði en ekki var orðið við því. Magnús ætlar því að kæra framkvæmd kosninganna. „Það hefur verið brotið á mér nokkrum sinnum þarna í framkvæmdinni. Þá neyðist ég til þess að kæra þetta til Hæstaréttar úr því það var ekki hægt að verða við þessu um frest,“ segir Magnús. Frambjóðendum sem skiluðu inn framboðsgögnum hefur verið boðið á fund í innanríkisráðuneytinu í dag og verður þá greint frá fjölda framboða. Baldur Ágústsson stefndi einnig á framboð en hann skilaði ekki inn gögnum til ráðuneytisins þar sem hann náði ekki að safna tilskildum fjölda undirskrifta.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Magnús Ingberg býður sig fram til forseta Íslands Vill afnema verðtrygginguna. 10. maí 2016 10:40 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira