Spáð er sólríku veðri víða um land í dag og í kvöld. Veðurstofa spáir besta veðrinu vestan- og sunnan til á landinu og á hiti að fara upp í tíu stig eða yfir á höfuðborgarsvæðinu, á Hvanneyri og á Kirkjubæjarklaustri.
Þó er von á dálitlum skúrum eða él um landið norðaustanvert. Sums staðar gæti orðið næturfrost í innsveitum, einkum norðaustantil.
