Sálfræðistríð Svíans virkaði ekki á heimsmeistarann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. maí 2016 07:00 Fanney heimsmeisatri í bekkpressu. vísir/daníel „Ég held að hver titill komi alltaf á óvart,“ sagði Fanney Hauksdóttir af hlédrægni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær þar sem hún var enn stödd í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu á fimmtudaginn. „Þegar ég sá skráninguna inn á mótið þá gerði ég mér vonir um að komast á pall og það var markmiðið. Ég hélt að við værum tvær að fara að berjast um titilinn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna þetta í fyrstu lyftu,“ sagði Fanney. „Það er ótrúlega gaman að vera orðin heimsmeistari,“ sagði Fanney en hún hafði áður orðið heimsmeistari ungmenna og Evrópumeistari. Hún vann silfur á HM í bekkpressu með búnaði í apríl en núna gerði hún enn betur mánuði síðar. „Maður getur ekki alltaf unnið en það var mjög gaman að geta farið á annað mót og tekið þá gullið. Það er alltaf gaman að taka gull en silfrið er mjög gott líka,“ sagði Fanney kát. „Pabbi var þarna á hliðarlínunni að hvetja mig áfram og kærastinn minn var líka þarna. Ísland var kannski ekki með stærsta liðið en við náðum samt að hafa gaman og búa til stemningu. Það var frábært að hafa þá með,“ sagði Fanney. Fanney vann öruggan sigur á hinni sænsku Karolinu Arvidson sem virtist vera að reyna að taka okkar stelpu á taugum. „Fyrsta lyftan gaf mér titilinn. Hún var nefnilega aðeins að spila með okkur sú sem varð í öðru sæti. Hún lét vita að hún ætlaði að byrja miklu hærra og við vorum því orðin frekar stressuð. Svo bara lækkaði hún niður og barðist um annað sætið,“ segir Fanney. Hún hefur öðlast mikla reynslu síðustu ár en það tekur samt alltaf á andlega að keppa á svona stórmóti. „Ég held að ég fái aðeins meira sjálfstraust með hverju mótinu en þetta er samt alltaf stress. Þetta er samt bara meira spennandi. Maður vill ekki klúðra því maður er búinn að æfa í marga mánuði og langar að geta sýnt það sem maður getur. Það fylgir þessu því alltaf fiðrildi í maganum,“ segir Fanney. Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
„Ég held að hver titill komi alltaf á óvart,“ sagði Fanney Hauksdóttir af hlédrægni þegar Fréttablaðið heyrði í henni í gær þar sem hún var enn stödd í Suður-Afríku þar sem hún varð heimsmeistari í klassískri bekkpressu á fimmtudaginn. „Þegar ég sá skráninguna inn á mótið þá gerði ég mér vonir um að komast á pall og það var markmiðið. Ég hélt að við værum tvær að fara að berjast um titilinn. Ég bjóst alls ekki við því að vinna þetta í fyrstu lyftu,“ sagði Fanney. „Það er ótrúlega gaman að vera orðin heimsmeistari,“ sagði Fanney en hún hafði áður orðið heimsmeistari ungmenna og Evrópumeistari. Hún vann silfur á HM í bekkpressu með búnaði í apríl en núna gerði hún enn betur mánuði síðar. „Maður getur ekki alltaf unnið en það var mjög gaman að geta farið á annað mót og tekið þá gullið. Það er alltaf gaman að taka gull en silfrið er mjög gott líka,“ sagði Fanney kát. „Pabbi var þarna á hliðarlínunni að hvetja mig áfram og kærastinn minn var líka þarna. Ísland var kannski ekki með stærsta liðið en við náðum samt að hafa gaman og búa til stemningu. Það var frábært að hafa þá með,“ sagði Fanney. Fanney vann öruggan sigur á hinni sænsku Karolinu Arvidson sem virtist vera að reyna að taka okkar stelpu á taugum. „Fyrsta lyftan gaf mér titilinn. Hún var nefnilega aðeins að spila með okkur sú sem varð í öðru sæti. Hún lét vita að hún ætlaði að byrja miklu hærra og við vorum því orðin frekar stressuð. Svo bara lækkaði hún niður og barðist um annað sætið,“ segir Fanney. Hún hefur öðlast mikla reynslu síðustu ár en það tekur samt alltaf á andlega að keppa á svona stórmóti. „Ég held að ég fái aðeins meira sjálfstraust með hverju mótinu en þetta er samt alltaf stress. Þetta er samt bara meira spennandi. Maður vill ekki klúðra því maður er búinn að æfa í marga mánuði og langar að geta sýnt það sem maður getur. Það fylgir þessu því alltaf fiðrildi í maganum,“ segir Fanney.
Aðrar íþróttir Tengdar fréttir Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Fleiri fréttir Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Sjá meira
Fanney heimsmeistari í bekkpressu Fanney Hauksdóttir, kraftlyftingarkonan, varð í dag heimsmeistari í bekkpressu en hún lyfti 105 kílóum. 19. maí 2016 19:12