Hrafnhildur: Ég man lítið eftir sundinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. maí 2016 19:18 Hrafnhildur, lengst til hægri, ásamt öðrum verðlaunahöfum í 200 m bringusndi. Rikke Möller Pedersen frá Danmörku vann gull og Vall Montero, lengst til vinstri, frá Spáni vann silfur. Vísir/EPA „Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“ Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
„Ég gæti bara ekki verið ánægðari,“ sagði Hrafnhildur Ósk Lúthersdóttir, himinlifandi með bronsverðlaunin sem hún vann í 200 m bringusundi á EM í London í dag. Hrafnhildur varð fyrr í vikunni fyrsta ófatlaði íslenski sundmaðurinn til að vinna til verðlauna á Evrópumeistaramóti í 50 m laug frá upphafi. Hún vann silfur í 100 m bringusundi og fylgdi því eftir með bronsi í 200 m bringusundi. Sjá einnig: Hrafnhildur vann aftur til verðlauna á EM Hrafnhildur synti á 2:22,96 mínútum og bætti Íslandsmet sitt í greininni um tíu hundraðshluta úr sekúndu. En hún komst í fyrsta sinn undir 2:23,00 mínútur sem hún hafði stefnt lengi að.Synti bara eins hratt og ég gat „Eftir að ég komst svo nálægt 23 sekúndunum í fyrra hefur það verið markmið mitt að komast undir þær. Þegar það tekst þá er maður kominn í hóp með þeim bestu í heimi,“ segir Hrafnhildur sem segist lítið muna eftir sundinu í dag. „Yfirleitt man maður ekki eftir bestu sundunum manns og ég man lítið eftir þessu. Ég synti bara og reyndi að fara eins hratt og ég gat,“ segir Hafnfirðingurinn. Sjá einnig: Silfur hjá Hrafnhildi á EM „En Klaus [Jürgen Ohk], þjálfarinn minn, var ánægður. Sagði að ég hefði „splittað“ vel og haldið jöfnum hraða allt sundið. Að þetta hafi í raun verið fullkomið fyrir þennan tíma.“Hrafnhildur kampakát með silfurverðlaunin á miðvikudag.Mynd/Högni Björn ÓmarssonEr að nálgast þær bestu Hún segist ný skynja hversu nálægt hún er þeim allra bestu í heiminum í greininni. „Heimsmetið er í nítján sekúndum og þær eru ekki margar sem ná því í dag. Þær bestu eru yfirleitt á bilinu 20-21 sekúndum, kannski 22, og þá sér maður að maður er að nálgast þetta.“ Og eins og hún hefur áður sagt þá er Hrafnhildur ekki fullhvíld fyrir mótið og veit því vel að hún á heilmikið inni. Stefnan er auðvitað að toppa á Ólympíuleikunum í Ríó í ágúst. „Nú fer ég aftur til Florida og æfi á fullu síðustu tvo mánuðina fyrir Ríó. Klára öll smáatriði og einbeiti mér að því að fá eins mikið úr þessu og ég get.“ „Það var líka frábært að fá þetta mót til að sjá hvar ég stend. Og það gekk allt upp. Ég er ánægð með árangurinn og nú er bara að sjá hvernig framhaldið verður.“
Ólympíuleikar 2016 í Ríó Sund Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira