Hákon Daði um eineltið: Var útilokaður og einn í Eyjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 21. maí 2016 06:00 Hákon Daði Styrmisson flúði Vestmannaeyjar vegna eineltis en stóð uppi sem óvænt hetja Hauka og Íslandsmeistari. vísir/Anton Brink „Ég hafði það alls ekki gott í Vestmannaeyjum. Ég var mikið einn og þetta var erfitt,“ segir Hákon Daði Styrmisson, leikmaður Hauka í Olís-deild karla í handbolta, í viðtali við Fréttablaðið. Hákon Daði, sem fluttist tólf ára gamall til Vestmannaeyja, þurfti að flýja Eyjar vegna eineltis fyrr í vetur en hann samdi þá við Hauka. Það reyndist gæfuspor fyrir þennan 18 ára gamla hornamann. Hann fór á kostum með Haukum og þá sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem hann skoraði í heildina 94 mörk (7,8 a.m.t. í leik) og var aðeins einu marki frá markameti goðsagnanna Valdimars Grímssonar og Róberts Julians Duranona. Hann stóð uppi sem Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik gegn Aftureldingu á fimmtudagskvöldið en hann skoraði tíu mörk í leiknum. „Ég fór að hugsa um sjálfan mig,“ segir Hákon Daði um ástæðu þess að hann yfirgaf Eyjar. „Ég setti mig í fyrsta sætið og fór að hugsa um minn feril. Ég tel mig hafa tekið rétta skrefið í átt að betri og stærri ferli. Ég þurfti bara að taka aðeins til hjá mér.“Hákon Daði skoraði tíu mörk í oddaleiknum.vísir/ernirBrotnaði niður Eineltið í garð Hákonar Daða fólst í útilokun eins og hann segir frá. Þetta varð að stórmáli innan íBV og í Eyjum fyrir áramót en málið var rannsakað og steig þjálfarinn, Arnar Pétursson, til hliðar á meðan greitt var úr málinu sem endaði með því að Hákon fór. Eineltið var innan ÍBV en hjá jafnöldrum Hákonar, ekki reyndari mönnum liðsins og þjálfara. „Mér leið aldrei illa að fara á æfingar. Eldri strákarnir í meistaraflokknum tóku ekkert eftir þessu því þetta var aldrei í gangi á æfingum með þeim. Ég fékk þvílíkan stuðning frá eldri strákunum og Arnari þjálfara,“ segir Hákon sem sagði engum frá raunum sínum fyrr en hann gat ekki meir síðasta vetur. „Ég fer til Adda þjálfara og segi honum frá þessu því ég vildi fara. Eins leiðinlegt og honum fannst þetta þá skildi hann mig alveg og stóð þétt við bakið á mér. Fyrst þegar við töluðum saman sagði ég honum ekkert ástæðuna. Þarna vissi enginn hvað var í gangi. Mamma og pabbi vissu það ekki einu sinni. Þegar ég segi Arnari frá þessu brýst allt út og ég brotna niður,“ segir Hákon.Andri Heimir Friðriksson, bróðir Hákons Daða, fylgist með bróður sínum skora í einvíginu gegn ÍBV.VÍSIR/ERNIRSkildi margt eftir í Eyjum Það getur stundum verið þannig í eineltismálum að fórnarlambinu finnst það eiga sök í máli og þannig leið Hákoni á tímabili. „Eftir að vera svona útilokaður í nokkur ár fer maður að efast um sjálfan sig. Maður efast alltaf um hvort fólk vilji hafa mann með sér og hvort maður eigi eitthvað að segja,“ segir Hákon Daði sem er á mun betri stað í dag. „Mér líður vel í dag. Það breyttist mikið þegar ég kom upp á land og bara um leið og ég kom þessu frá mér. Ég var með þetta í bakpokanum lengi en um leið og ég tæmdi hann og þetta hætti að bögga mig fór boltinn að rúlla. Ég fékk meiri spiltíma hjá Gunna hjá Haukunum og þá kom sjálfstraustið.“ Hákon Daði spilaði frábærlega í einvígi Hauka gegn ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins og héldu þar margir að hann var í hefndarhug. En svo var ekki. Þar var hann að spila gegn mönnunum sem stóðu með honum og þjálfaranum sem vildi allt fyrir hann gera. „Það var mikill kærleikur í þeim. Bróðir minn [Andri Heimir Friðriksson, leikmaður ÍBV] var æðislegur og þetta styrkti samband okkar til muna. Svo voru allir strákarnir; Teddi, Aggi, Dagur, Maggi Stef, Sindri, Grétar, Andri Heimir og Addi alveg æðislegir,“ segir Hákon Daði sem saknar eðlilega Eyja að hluta til. „Fjölskyldan mín er í Eyjum og ég sakna hennar að sjálfsögðu. Ég átti líka ágætis vini og tvo bræður sem ég er í sambandi við á hverjum degi. Svo átti ég gott samband við mömmu og pabba. Að flytja leysti ekki öll vandamálin en það er eitthvað sem ég þurfti að gera,“ segir Hákon Daði.Litháíski markvörðurinn vill hafa hreint í kringum sig.vísir/ernirBýr með snyrtipinnanum Gogga Hákon Daði var alveg frábær í oddaleiknum og skoraði tíu mörk. Það var bara nánast allt inni hjá hornamanninum unga en hann þurfti aðeins að bæta upp fyrir leik fjögur þar sem honum gekk ekki vel. „Það var geggjað að hitta á þennan leik þar sem ég var svo ömurlegur í leiknum á undan. En við vorum allir svo góðir. Janus Daði var tekinn úr umferð nánast allan leikinn en var samt eiginlega bestur á vellinum,“ segir Hákon Daði um liðsfélaga sinn. „Elías Már var líka svo góður og Adam Haukur alveg geggjaður. Svo fá stóru mennirnir okkar; Matti, Jón Þorbjörn og Heimi Óli ekki nógu mikið hrós. Þröstur Þráins kom líka sterkur inn. Það er alveg ástæða fyrir því að hann er kallaður Bruce Willis.“ Talandi um Janus Daða þá býr Hákon með honum og litháíska markverðinum Giedrius Morkunas á fastalandinu og er það áhugaverð sambúð. „Goggi kemur mörgum á óvart með hversu mikill snyrtipinni hann er,“ segir Hákon og hlær. „Hann vill helst vera búinn að taka til í húsinu fyrir klukkan tólf. Við Janus reynum að halda þessu hreinu með honum en það gengur misvel eftir dögum og vikum.“Arnar Pétursson skildi hvernig Hákoni leið og hjálpaði honum.vísir/vilhelmEkki að flýta sér út Hákon Daði er í Flensborg og var að klára þriðja árið í menntaskóla. „Ég kláraði síðustu tvö prófin á fimmtudaginn í síðustu viku. Ég er feginn að hafa ekki frestað þeim til dagsins í dag [föstudags]. Það hefði verið skelfilegt sama hvernig oddaleikurinn fór,“ segir hann. Hákon hefur aldrei spilað betur á ferlinum en síðustu mánuði með Haukum en hann er ungur og ekkert að drífa sig í atvinnumennsku þó það sé stóra markmiðið. „Atvinnumennskan er alltaf draumurinn en ég samdi við Hauka til þriggja ára og ég vil klára stúdentinn áður en ég fer út,“ segir Hákon Daði sem vill ná meiri stöðugleika og vera góður hér á landi lengur áður en hann tekur næsta skref. „Núna er ég búinn að ná hálfu tímabili þar sem ég er góður hérna heima. Ég vil kannski ná svona tveimur góðum árum á Íslandi og vera stöðugur áður en ég hugsa mér að kíkja eitthvað út á stærri staði. Ég vil ekki fara út eftir að taka eitt draumatímabil og rekast svo á vegg út. Ég er ekki orðinn 19 ára og er ekkert að flýta mér,“ segir Hákon Daði Styrmisson. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hákon aðeins einu marki frá því að jafna markametið í úrslitakeppni Hákon Daði Styrmisson, vinstri hornamaður Hauka, skoraði flest mörk allra í úrslitakeppni Olís-deildar karla sem lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu. 20. maí 2016 12:30 Janus Daði stígur sigurdans | Myndband Það var glatt á hjalla í búningsklefa Hauka eftir að þeir tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu í gær. 20. maí 2016 08:41 Þakið ætlaði af Ásvöllum þegar dollan fór á loft - Myndband Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þegar liðið vann Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um titilinn. 19. maí 2016 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Haukar langbestir á þessari öld Haukar urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar karla í handbolta annað árið í röð og í tíunda sinn á þessari öld eftir sigur á Aftureldingu, 34-31, í oddaleik á Ásvöllum. Ekkert lið stendur framar en Haukarnir á öldinni. 20. maí 2016 06:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
„Ég hafði það alls ekki gott í Vestmannaeyjum. Ég var mikið einn og þetta var erfitt,“ segir Hákon Daði Styrmisson, leikmaður Hauka í Olís-deild karla í handbolta, í viðtali við Fréttablaðið. Hákon Daði, sem fluttist tólf ára gamall til Vestmannaeyja, þurfti að flýja Eyjar vegna eineltis fyrr í vetur en hann samdi þá við Hauka. Það reyndist gæfuspor fyrir þennan 18 ára gamla hornamann. Hann fór á kostum með Haukum og þá sérstaklega í úrslitakeppninni þar sem hann skoraði í heildina 94 mörk (7,8 a.m.t. í leik) og var aðeins einu marki frá markameti goðsagnanna Valdimars Grímssonar og Róberts Julians Duranona. Hann stóð uppi sem Íslandsmeistari með Haukum eftir oddaleik gegn Aftureldingu á fimmtudagskvöldið en hann skoraði tíu mörk í leiknum. „Ég fór að hugsa um sjálfan mig,“ segir Hákon Daði um ástæðu þess að hann yfirgaf Eyjar. „Ég setti mig í fyrsta sætið og fór að hugsa um minn feril. Ég tel mig hafa tekið rétta skrefið í átt að betri og stærri ferli. Ég þurfti bara að taka aðeins til hjá mér.“Hákon Daði skoraði tíu mörk í oddaleiknum.vísir/ernirBrotnaði niður Eineltið í garð Hákonar Daða fólst í útilokun eins og hann segir frá. Þetta varð að stórmáli innan íBV og í Eyjum fyrir áramót en málið var rannsakað og steig þjálfarinn, Arnar Pétursson, til hliðar á meðan greitt var úr málinu sem endaði með því að Hákon fór. Eineltið var innan ÍBV en hjá jafnöldrum Hákonar, ekki reyndari mönnum liðsins og þjálfara. „Mér leið aldrei illa að fara á æfingar. Eldri strákarnir í meistaraflokknum tóku ekkert eftir þessu því þetta var aldrei í gangi á æfingum með þeim. Ég fékk þvílíkan stuðning frá eldri strákunum og Arnari þjálfara,“ segir Hákon sem sagði engum frá raunum sínum fyrr en hann gat ekki meir síðasta vetur. „Ég fer til Adda þjálfara og segi honum frá þessu því ég vildi fara. Eins leiðinlegt og honum fannst þetta þá skildi hann mig alveg og stóð þétt við bakið á mér. Fyrst þegar við töluðum saman sagði ég honum ekkert ástæðuna. Þarna vissi enginn hvað var í gangi. Mamma og pabbi vissu það ekki einu sinni. Þegar ég segi Arnari frá þessu brýst allt út og ég brotna niður,“ segir Hákon.Andri Heimir Friðriksson, bróðir Hákons Daða, fylgist með bróður sínum skora í einvíginu gegn ÍBV.VÍSIR/ERNIRSkildi margt eftir í Eyjum Það getur stundum verið þannig í eineltismálum að fórnarlambinu finnst það eiga sök í máli og þannig leið Hákoni á tímabili. „Eftir að vera svona útilokaður í nokkur ár fer maður að efast um sjálfan sig. Maður efast alltaf um hvort fólk vilji hafa mann með sér og hvort maður eigi eitthvað að segja,“ segir Hákon Daði sem er á mun betri stað í dag. „Mér líður vel í dag. Það breyttist mikið þegar ég kom upp á land og bara um leið og ég kom þessu frá mér. Ég var með þetta í bakpokanum lengi en um leið og ég tæmdi hann og þetta hætti að bögga mig fór boltinn að rúlla. Ég fékk meiri spiltíma hjá Gunna hjá Haukunum og þá kom sjálfstraustið.“ Hákon Daði spilaði frábærlega í einvígi Hauka gegn ÍBV í undanúrslitum Íslandsmótsins og héldu þar margir að hann var í hefndarhug. En svo var ekki. Þar var hann að spila gegn mönnunum sem stóðu með honum og þjálfaranum sem vildi allt fyrir hann gera. „Það var mikill kærleikur í þeim. Bróðir minn [Andri Heimir Friðriksson, leikmaður ÍBV] var æðislegur og þetta styrkti samband okkar til muna. Svo voru allir strákarnir; Teddi, Aggi, Dagur, Maggi Stef, Sindri, Grétar, Andri Heimir og Addi alveg æðislegir,“ segir Hákon Daði sem saknar eðlilega Eyja að hluta til. „Fjölskyldan mín er í Eyjum og ég sakna hennar að sjálfsögðu. Ég átti líka ágætis vini og tvo bræður sem ég er í sambandi við á hverjum degi. Svo átti ég gott samband við mömmu og pabba. Að flytja leysti ekki öll vandamálin en það er eitthvað sem ég þurfti að gera,“ segir Hákon Daði.Litháíski markvörðurinn vill hafa hreint í kringum sig.vísir/ernirBýr með snyrtipinnanum Gogga Hákon Daði var alveg frábær í oddaleiknum og skoraði tíu mörk. Það var bara nánast allt inni hjá hornamanninum unga en hann þurfti aðeins að bæta upp fyrir leik fjögur þar sem honum gekk ekki vel. „Það var geggjað að hitta á þennan leik þar sem ég var svo ömurlegur í leiknum á undan. En við vorum allir svo góðir. Janus Daði var tekinn úr umferð nánast allan leikinn en var samt eiginlega bestur á vellinum,“ segir Hákon Daði um liðsfélaga sinn. „Elías Már var líka svo góður og Adam Haukur alveg geggjaður. Svo fá stóru mennirnir okkar; Matti, Jón Þorbjörn og Heimi Óli ekki nógu mikið hrós. Þröstur Þráins kom líka sterkur inn. Það er alveg ástæða fyrir því að hann er kallaður Bruce Willis.“ Talandi um Janus Daða þá býr Hákon með honum og litháíska markverðinum Giedrius Morkunas á fastalandinu og er það áhugaverð sambúð. „Goggi kemur mörgum á óvart með hversu mikill snyrtipinni hann er,“ segir Hákon og hlær. „Hann vill helst vera búinn að taka til í húsinu fyrir klukkan tólf. Við Janus reynum að halda þessu hreinu með honum en það gengur misvel eftir dögum og vikum.“Arnar Pétursson skildi hvernig Hákoni leið og hjálpaði honum.vísir/vilhelmEkki að flýta sér út Hákon Daði er í Flensborg og var að klára þriðja árið í menntaskóla. „Ég kláraði síðustu tvö prófin á fimmtudaginn í síðustu viku. Ég er feginn að hafa ekki frestað þeim til dagsins í dag [föstudags]. Það hefði verið skelfilegt sama hvernig oddaleikurinn fór,“ segir hann. Hákon hefur aldrei spilað betur á ferlinum en síðustu mánuði með Haukum en hann er ungur og ekkert að drífa sig í atvinnumennsku þó það sé stóra markmiðið. „Atvinnumennskan er alltaf draumurinn en ég samdi við Hauka til þriggja ára og ég vil klára stúdentinn áður en ég fer út,“ segir Hákon Daði sem vill ná meiri stöðugleika og vera góður hér á landi lengur áður en hann tekur næsta skref. „Núna er ég búinn að ná hálfu tímabili þar sem ég er góður hérna heima. Ég vil kannski ná svona tveimur góðum árum á Íslandi og vera stöðugur áður en ég hugsa mér að kíkja eitthvað út á stærri staði. Ég vil ekki fara út eftir að taka eitt draumatímabil og rekast svo á vegg út. Ég er ekki orðinn 19 ára og er ekkert að flýta mér,“ segir Hákon Daði Styrmisson.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hákon aðeins einu marki frá því að jafna markametið í úrslitakeppni Hákon Daði Styrmisson, vinstri hornamaður Hauka, skoraði flest mörk allra í úrslitakeppni Olís-deildar karla sem lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu. 20. maí 2016 12:30 Janus Daði stígur sigurdans | Myndband Það var glatt á hjalla í búningsklefa Hauka eftir að þeir tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu í gær. 20. maí 2016 08:41 Þakið ætlaði af Ásvöllum þegar dollan fór á loft - Myndband Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þegar liðið vann Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um titilinn. 19. maí 2016 22:16 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00 Haukar langbestir á þessari öld Haukar urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar karla í handbolta annað árið í röð og í tíunda sinn á þessari öld eftir sigur á Aftureldingu, 34-31, í oddaleik á Ásvöllum. Ekkert lið stendur framar en Haukarnir á öldinni. 20. maí 2016 06:00 Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Króatía vann Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Í beinni: Egyptaland - Ísland | Stórleikur í Zagreb Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ Sjá meira
Hákon aðeins einu marki frá því að jafna markametið í úrslitakeppni Hákon Daði Styrmisson, vinstri hornamaður Hauka, skoraði flest mörk allra í úrslitakeppni Olís-deildar karla sem lauk í gær þegar Haukar tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu. 20. maí 2016 12:30
Janus Daði stígur sigurdans | Myndband Það var glatt á hjalla í búningsklefa Hauka eftir að þeir tryggðu sér sinn ellefta Íslandsmeistaratitil með 34-31 sigri á Aftureldingu í gær. 20. maí 2016 08:41
Þakið ætlaði af Ásvöllum þegar dollan fór á loft - Myndband Haukar urðu í kvöld Íslandsmeistarar í handknattleik karla þegar liðið vann Aftureldingu í hreinum úrslitaleik um titilinn. 19. maí 2016 22:16
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Afturelding 34-31 | Haukar Íslandsmeistarar í ellefta sinn Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í Olís deild karla annað árið í röð með 34-31 sigri á Aftureldingu í oddaleik á heimavelli. 19. maí 2016 23:00
Haukar langbestir á þessari öld Haukar urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar karla í handbolta annað árið í röð og í tíunda sinn á þessari öld eftir sigur á Aftureldingu, 34-31, í oddaleik á Ásvöllum. Ekkert lið stendur framar en Haukarnir á öldinni. 20. maí 2016 06:00
Twitter um úrslitaleikinn: "Gunnar með bogið bak af titlum" Notendur Twitter voru vel með á nótunum yfir leik Hauka og Aftureldingar í úrslitaleik um Íslandsbikarinn í Olís-deild karla, en leikið var á Ásvöllum. 19. maí 2016 21:54