Körfubolti

Cleveland enn ósigrað í úrslitakeppninni | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hans hátign hlóð í þrennu.
Hans hátign hlóð í þrennu. vísir/getty
Cleveland Cavaliers virðist eiga greiða leið í lokaúrslit NBA-deildarinnar í körfubolta en í nótt vann liðið 108-89 sigur á Toronto Raptors í öðrum leik liðanna í úrslitum Austurdeildarinnar.

Cleveland hefur nú unnið alla 10 leiki sína í úrslitakeppninni og stefnir hraðbyri á að komast í lokaúrslitin annað árið í röð.

LeBron James var með þrennu í liði Cleveland í nótt en hann skoraði 23 stig, tók 11 fráköst og gaf 11 stoðsendingar. Kyrie Irving var hins vegar stigahæstur hjá Cleveland með 26 stig. Kevin Love gerði 19 stig og J.R. Smith tólf.

DeMar DeRozan fór fyrir Toronto-mönnum með 22 stigum en gestirnir hittu illa í leiknum (40,2%). Leikstjórnandinn snjalli, Kyle Lowry, hitti t.a.m. aðeins úr fjórum af þeim 14 skotum sem hann tók í nótt.

Næstu tveir leikirnir í einvíginu fara fram í Toronto.

James var í þrennustuði Leikurinn í draugsýn
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×