Fjórir háskólar vilja taka við lögreglunámi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 31. maí 2016 13:29 Lögreglufræði verða kennd í einhverjum háskóla landsins verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum í dag. Vísir Frumvarp innanríkisráðherra þar sem lagt er til að lögreglunám verði fært upp á háskólastig verður að öllum líkindum afgreitt frá Alþingi í dag. Fjórir háskólar á Íslandi vilja taka námið til sín. Stefnt er að því að það hefjist strax í haust. Unnið hefur verið að því síðastliðin tvö ár að færa lögreglunám upp á háskólastig en það hefur verið kennt hjá Lögregluskóla ríkisins síðastliðna áratugi.Víðir Reynisson hefur sinnt verkefnastjórn þegar kemur að því að færa lögreglunám upp á háskólastig.VísirFrumvarp innanríkisráðherra er á lokametrum í þinginu en það verður tekið til þriðju atkvæðagreiðslu í dag og að öllum líkindum samþykkt. Almenn sátt hefur ríkt um málið þó deilt hafi verið um hversu brátt ákvörðunin tekur gildi en námið hefst samkvæmt áætlunum strax í haust. Enn er óljóst hvaða háskóli mun kenna fagið. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa allir lýst yfir áhuga á því að taka námið til sín. Víðir Reynisson, lögreglumaður hefur verið verkefnastjóri í undirbúningnum. „Það var ákveðið að fara í vinnu með Ríkiskaupum og fá óháða matsnefnd til að mæla með einhverjum skóla,“ segir Víðir. Matsnefnd byggir val sitt á skýrslum frá skólunum þar sem þeir lýsa sinni framtíðarsýn fyrir námið en farið hefur verið í þarfagreiningu hjá flestum þeirra. Eru skólarnir alveg tilbúnir til þess að bjóða upp á þetta nám strax í haust? „Þeir eru það. Eins og ég segi þá strax og þessi vinna fór í gang núna fyrir tveimur árum síðan þá komu skólarnir að þessari vinnu. Fóru strax að skoða þetta og skoða hvernig þetta hentar inn í þeirra umhverfi. Þannig að grunnvinnunni hjá skólunum er lokið. Auðvitað er heilmikil vinna eftir varðandi útfærslu og slíkt þannig að ég held að það sé nægur tími til stefnu. En þetta þarf samt að fara að gerast.“ Alþingi Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Frumvarp innanríkisráðherra þar sem lagt er til að lögreglunám verði fært upp á háskólastig verður að öllum líkindum afgreitt frá Alþingi í dag. Fjórir háskólar á Íslandi vilja taka námið til sín. Stefnt er að því að það hefjist strax í haust. Unnið hefur verið að því síðastliðin tvö ár að færa lögreglunám upp á háskólastig en það hefur verið kennt hjá Lögregluskóla ríkisins síðastliðna áratugi.Víðir Reynisson hefur sinnt verkefnastjórn þegar kemur að því að færa lögreglunám upp á háskólastig.VísirFrumvarp innanríkisráðherra er á lokametrum í þinginu en það verður tekið til þriðju atkvæðagreiðslu í dag og að öllum líkindum samþykkt. Almenn sátt hefur ríkt um málið þó deilt hafi verið um hversu brátt ákvörðunin tekur gildi en námið hefst samkvæmt áætlunum strax í haust. Enn er óljóst hvaða háskóli mun kenna fagið. Háskólinn á Akureyri, Háskóli Íslands, Háskólinn á Bifröst og Háskólinn í Reykjavík hafa allir lýst yfir áhuga á því að taka námið til sín. Víðir Reynisson, lögreglumaður hefur verið verkefnastjóri í undirbúningnum. „Það var ákveðið að fara í vinnu með Ríkiskaupum og fá óháða matsnefnd til að mæla með einhverjum skóla,“ segir Víðir. Matsnefnd byggir val sitt á skýrslum frá skólunum þar sem þeir lýsa sinni framtíðarsýn fyrir námið en farið hefur verið í þarfagreiningu hjá flestum þeirra. Eru skólarnir alveg tilbúnir til þess að bjóða upp á þetta nám strax í haust? „Þeir eru það. Eins og ég segi þá strax og þessi vinna fór í gang núna fyrir tveimur árum síðan þá komu skólarnir að þessari vinnu. Fóru strax að skoða þetta og skoða hvernig þetta hentar inn í þeirra umhverfi. Þannig að grunnvinnunni hjá skólunum er lokið. Auðvitað er heilmikil vinna eftir varðandi útfærslu og slíkt þannig að ég held að það sé nægur tími til stefnu. En þetta þarf samt að fara að gerast.“
Alþingi Tengdar fréttir Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59 Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Leggjast gegn því að farið verði svo bratt í breytingar á menntun lögreglumanna Lögreglunám verður fært á háskólastig, verði frumvarp innanríkisráðherra að lögum. 25. maí 2016 14:59
Lögreglumenn telja botninum náð varðandi manneklu í faginu Lögreglumenn lýsa yfir áhyggjum af ráðningarmálum innan lögreglunnar. 30. apríl 2016 08:00