Baulað á Giroud þrátt fyrir að hann skoraði Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. maí 2016 17:00 Fólkið vill Benzema en það er ekki Giroud að kenna. vísir/getty Oliver Giroud, framherji Arsenal og franska landsliðsins í fótbolta, skoraði fyrir Frakka í 3-2 sigri í vináttuleik gegn Kamerún í Nantes í gærkvöldi. Þrátt fyrir að skora bauluðu stuðningsmenn franska liðsins á hann fyrir leik og í gegnum allan leikinn en talið er að þeir hafi hálfpartinn verið að mótmæla ákvörðun Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands, að velja ekki Karim Benzema í EM-hópinn. Giroud hefur staðið sig vel með landsliðinu en þetta var fjórða markið hans í síðustu fimm leikjum í byrjunarliðinu. Hann hefur þó áður mátt þola baul stuðningsmanna en nú finnst honum nóg komið. „Þetta er synd. Mér finnst að fólkið eigi alltaf að klappa fyrir manni og styðja mann þegar maður spilar fyrir Frakkland. Ég skil ekki hvað málið er en ég sef alveg í nótt,“ sagði svekktur Giroud við blaðamenn eftir leik. Didier Deschamps hafði heldur engan húmor fyrir bauli stuðningsmanna franska liðsins og lét þá heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þar sagði hann þetta ósanngjarnt gagnvart Giroud. Aðspurður hvort hann haldi að þessi meðferð tengist Benzema svaraði Giroud: „Þetta er kannski tengt því en það þýðir ekkert að grafa hausinn í sandinn. Ég talaði um þetta við Gignac. Við verðum í skotlínu stuðningsfólksins núna,“ sagði Oliver Giroud. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Oliver Giroud, framherji Arsenal og franska landsliðsins í fótbolta, skoraði fyrir Frakka í 3-2 sigri í vináttuleik gegn Kamerún í Nantes í gærkvöldi. Þrátt fyrir að skora bauluðu stuðningsmenn franska liðsins á hann fyrir leik og í gegnum allan leikinn en talið er að þeir hafi hálfpartinn verið að mótmæla ákvörðun Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands, að velja ekki Karim Benzema í EM-hópinn. Giroud hefur staðið sig vel með landsliðinu en þetta var fjórða markið hans í síðustu fimm leikjum í byrjunarliðinu. Hann hefur þó áður mátt þola baul stuðningsmanna en nú finnst honum nóg komið. „Þetta er synd. Mér finnst að fólkið eigi alltaf að klappa fyrir manni og styðja mann þegar maður spilar fyrir Frakkland. Ég skil ekki hvað málið er en ég sef alveg í nótt,“ sagði svekktur Giroud við blaðamenn eftir leik. Didier Deschamps hafði heldur engan húmor fyrir bauli stuðningsmanna franska liðsins og lét þá heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þar sagði hann þetta ósanngjarnt gagnvart Giroud. Aðspurður hvort hann haldi að þessi meðferð tengist Benzema svaraði Giroud: „Þetta er kannski tengt því en það þýðir ekkert að grafa hausinn í sandinn. Ég talaði um þetta við Gignac. Við verðum í skotlínu stuðningsfólksins núna,“ sagði Oliver Giroud.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Jorge Costa látinn Fótbolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira