Oliver Giroud, framherji Arsenal og franska landsliðsins í fótbolta, skoraði fyrir Frakka í 3-2 sigri í vináttuleik gegn Kamerún í Nantes í gærkvöldi.
Þrátt fyrir að skora bauluðu stuðningsmenn franska liðsins á hann fyrir leik og í gegnum allan leikinn en talið er að þeir hafi hálfpartinn verið að mótmæla ákvörðun Didier Deschamps, landsliðsþjálfara Frakklands, að velja ekki Karim Benzema í EM-hópinn.
Giroud hefur staðið sig vel með landsliðinu en þetta var fjórða markið hans í síðustu fimm leikjum í byrjunarliðinu. Hann hefur þó áður mátt þola baul stuðningsmanna en nú finnst honum nóg komið.
„Þetta er synd. Mér finnst að fólkið eigi alltaf að klappa fyrir manni og styðja mann þegar maður spilar fyrir Frakkland. Ég skil ekki hvað málið er en ég sef alveg í nótt,“ sagði svekktur Giroud við blaðamenn eftir leik.
Didier Deschamps hafði heldur engan húmor fyrir bauli stuðningsmanna franska liðsins og lét þá heyra það á blaðamannafundi eftir leik. Þar sagði hann þetta ósanngjarnt gagnvart Giroud.
Aðspurður hvort hann haldi að þessi meðferð tengist Benzema svaraði Giroud: „Þetta er kannski tengt því en það þýðir ekkert að grafa hausinn í sandinn. Ég talaði um þetta við Gignac. Við verðum í skotlínu stuðningsfólksins núna,“ sagði Oliver Giroud.
Baulað á Giroud þrátt fyrir að hann skoraði
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið

Frederik Schram fundinn
Íslenski boltinn



Alfreð reiður út í leikmenn sína
Handbolti

„Helmingurinn af liðinu var veikur“
Körfubolti




Lést á leiðinni á æfingu
Sport

Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn