Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, sagði að kosningar til Alþingis yrðu haldnar innan tíðar, í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.
„Stjórnmálamenn verða að gera betur í dag en í gær og að því mun þessi ríkisstjórn vinna, hér eftir sem hingað til. Dómur kjósenda um verk ríkisstjórnarinnar verður kveðinn upp innan tíðar,“ sagði Sigurður Ingi.
Stutt er síðan Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forætisráðherra, sagði að ekkert lægi á kosningum í haust. Þá hefur stór hluti þingmanna Framsóknarflokksins gert fyrirvara eða eru andsnúinn því að boðað verði til alþingiskosninga í haust.
Forsætisráðherra sagði að ef boðað hefði verið til kosninga í vor, líkt og gerð var krafa um, hefði það tafið afnám gjaldeyrishafta um tvö ár.
Sagði Sigurður Ingi að samkvæmt áætlunum myndu gjaldeyrishöftin verða afnumin fyrir áramót en átta ár innan fjármagnshafta væri átta árum of mikið í nútíma samfélagi.
Sigurður Ingi: Dómur kjósenda kveðinn upp innan tíðar
Tengdar fréttir
„Á okkar ríka landi eru um 6.100 börn sem líða efnislegan skort“
Katrín Jakobsdóttir sagði þingið verða að bæta stöðu ungs fólks.
Bjarni boðar sókn í uppbyggingu innviða samfélagsins
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, boðaði sókn í styrkingu innviða hér á landi í ræðu sinni á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld.
„Við verðum ekki sögulaus flokkur“
Árni Páll Árnason ávarpaði Alþingi í síðasta sinn sem formaður Samfylkingarinnar.