„Við verðum ekki sögulaus flokkur“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. maí 2016 19:54 Árni Páll Árnason, fráfarandi formaður Samfylkingarinnar. Vísir/Ernir „Við verðum ekki sögulaus flokkur,“ sagði Árni Páll Árnason sem ávarpaði Alþingi í síðasta sinn sem formaður Samfylkingarinnar við eldhúsdagsumræður í kvöld. Þar sagði hann þjóðina sýna í viðhorfskönnuna að hún sé óþreyjufull og vilji skýra sýn á framtíðina. Hann sagði Samfylkinguna skilja þau skilaboð sem þjóðin hefur sent flokknum í gegnum viðhorfskannanir en sagði flokkinn eiga eftir að mæta aftur til leiks í haust með nýja liðskipan, vopnuð hinum sígilda leiðarvísi sem reynst hefur vel. „Samfélagssýn norrænnar jafnaðarstefnu sem boðar ábyrgt, opið markaðshagkerfi, einstaklingsfrelsi, efnahagslegan stöðugleika og félagslegt réttlæti,“ sagði Árni.Hann sagði Samfylkingarfólk stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og Samfylkingin ein hafi staðið að öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl. „Hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sveiflumst ekki eftir gusti tíðarandans og segjum ekki eitt í dag og annað á morgun. Við þekkjum líka þau mistök sem við höfum gert, höfum gengist við þeim og erum fyrir vikið ólíklegri en aðrir til að gera þau á nýjan leik,“ sagði Árni. „Jafnaðarstefnan ógnar kyrrstöðu og hún ógnar sérhagsmunum, því hún krefst almennra leikreglna. Hún ógnar möguleikum ráðandi afla að skammta sér aðstöðu, hygla vildarvinum og deila með sér völdum. Þess vegna hefur það alltaf verið og er enn örþrifaráð valdamanna að spyrða alla þá sem ógna óbreyttu ástandi við Samfylkinguna. Við tökum því sem hrósi.“ Hann sagði Íslendingum hafa tekist vel í glímunni við hrunið og eftirleik þess. Efnahagslífið sé í blóma og allar forsendur til að Ísland eigi bjarta framtíð. „En stjórnmálin – og þjóðmálaumræðan utan þessa húss – hafa markast af harðvítugum átökum og óvægnari orðræðu en dæmi eru um. Samt er það svo að um mikilvægustu ákvarðanirnar frá hruni hefur verið víðtæk samstaða á vettvangi stjórnmálanna og enn erum við saman að vinna að góðum málum. Nýjasta dæmið eru ný frumvörp um húsnæðismál, sem vonandi verða að lögum á næstu dögum,“ sagði Árni. Hann sagði Samfylkinguna hafa lengi kallað eftir aðgerðum til úrlausnar þess brýna vanda og telur hún ekki nógu langt gengið að öllu leyti. „En við munum standa með verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórnarflokkunum að þessum framfaraskrefum. Þetta fordæmi á að verða okkur öllum hvatning um að finna nýjan takt í því hvernig við tölum saman, því þrátt fyrir allt getum við náð saman um svo margt okkur öllum til heilla.“ Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira
„Við verðum ekki sögulaus flokkur,“ sagði Árni Páll Árnason sem ávarpaði Alþingi í síðasta sinn sem formaður Samfylkingarinnar við eldhúsdagsumræður í kvöld. Þar sagði hann þjóðina sýna í viðhorfskönnuna að hún sé óþreyjufull og vilji skýra sýn á framtíðina. Hann sagði Samfylkinguna skilja þau skilaboð sem þjóðin hefur sent flokknum í gegnum viðhorfskannanir en sagði flokkinn eiga eftir að mæta aftur til leiks í haust með nýja liðskipan, vopnuð hinum sígilda leiðarvísi sem reynst hefur vel. „Samfélagssýn norrænnar jafnaðarstefnu sem boðar ábyrgt, opið markaðshagkerfi, einstaklingsfrelsi, efnahagslegan stöðugleika og félagslegt réttlæti,“ sagði Árni.Hann sagði Samfylkingarfólk stolt af afrekum við stjórn landsins á örlagatímum og Samfylkingin ein hafi staðið að öllum þeim ákvörðunum sem þurft hefur að taka til að koma Íslandi á réttan kjöl. „Hvort sem við vorum í stjórn eða stjórnarandstöðu. Við sveiflumst ekki eftir gusti tíðarandans og segjum ekki eitt í dag og annað á morgun. Við þekkjum líka þau mistök sem við höfum gert, höfum gengist við þeim og erum fyrir vikið ólíklegri en aðrir til að gera þau á nýjan leik,“ sagði Árni. „Jafnaðarstefnan ógnar kyrrstöðu og hún ógnar sérhagsmunum, því hún krefst almennra leikreglna. Hún ógnar möguleikum ráðandi afla að skammta sér aðstöðu, hygla vildarvinum og deila með sér völdum. Þess vegna hefur það alltaf verið og er enn örþrifaráð valdamanna að spyrða alla þá sem ógna óbreyttu ástandi við Samfylkinguna. Við tökum því sem hrósi.“ Hann sagði Íslendingum hafa tekist vel í glímunni við hrunið og eftirleik þess. Efnahagslífið sé í blóma og allar forsendur til að Ísland eigi bjarta framtíð. „En stjórnmálin – og þjóðmálaumræðan utan þessa húss – hafa markast af harðvítugum átökum og óvægnari orðræðu en dæmi eru um. Samt er það svo að um mikilvægustu ákvarðanirnar frá hruni hefur verið víðtæk samstaða á vettvangi stjórnmálanna og enn erum við saman að vinna að góðum málum. Nýjasta dæmið eru ný frumvörp um húsnæðismál, sem vonandi verða að lögum á næstu dögum,“ sagði Árni. Hann sagði Samfylkinguna hafa lengi kallað eftir aðgerðum til úrlausnar þess brýna vanda og telur hún ekki nógu langt gengið að öllu leyti. „En við munum standa með verkalýðshreyfingunni og ríkisstjórnarflokkunum að þessum framfaraskrefum. Þetta fordæmi á að verða okkur öllum hvatning um að finna nýjan takt í því hvernig við tölum saman, því þrátt fyrir allt getum við náð saman um svo margt okkur öllum til heilla.“
Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Fleiri fréttir Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Sjá meira