Fótbolti

Lagerbäck: Allt mjög jákvætt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Frá æfingunni á Bislett í dag.
Frá æfingunni á Bislett í dag. Vísir/E. Stefán
Átján af þeim 23 leikmönnum sem eru í EM-hópi íslenska landsliðsins tóku þátt í æfingunni sem fór fram á Bislett-leikvanginum í Ósló síðdegis.

Fimm leikmenn fengu hvíld eftir að hafa spilað mikið með félagsliðum sínum síðustu daga en Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari, hafði ekki áhyggjur af því.

Sjá einnig: Kolbeinn: Þetta lítur helvíti vel út

„Ég hef engar áhyggjur. Svo lengi sem menn eru ekki meiddir þá er allt í lagi,“ sagði Lagerbäck við Vísi fyrir æfinguna í dag en þeir sem hvíldu voru Hannes Þór Halldórsson, Birkir Már Sævarsson, Rúnar Már Sigurjónsson, Hjörtur Hermannsson og Kári Árnason.

„Þessir fimm leikmenn þurfa bara að safna orku eftir að hafa spilað mikið. Þeir þurfa hvíldina og það er ekki stórt vandamál.“

„Annars líta allir vel út. Kolbeinn og Aron eru að jafna sig vel af sínum meiðslum og því er allt mjög jákvætt eins og er.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×