Enginn ferðamaður mótmælt bílastæðagjaldi á Þingvöllum Snærós Sindradóttir skrifar 30. maí 2016 07:00 Þingmaðurinn Róbert Marshall minntist á raðir við gjaldtækin á miðvikudag. Þegar ljósmyndara Fréttablaðsins bar að garði í gær, sunnudag, var það sama uppi á teningnum og ein vélin biluð. Fréttablaðið/Anton Brink Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla, segir að bílastæðin séu svo yfirfull að samhliða gjaldtökunni þurfi nú starfsfólk til að stýra umferð um bílastæðin og aðstoða ferðafólk. „Þetta er í góðum framgangi skulum við segja. Það sem kemur okkur jákvæðast á óvart er að ferðamenn eru ekkert ragir við að borga stöðumælagjöld. Við höfum varla hitt mann sem hefur muldrað yfir því,“ segir Einar. Samkvæmt reglugerð forsætisráðuneytisins kostar 500 krónur fyrir fólksbíl að leggja við Þingvelli. Jeppar greiða 750 krónur og hópferðabílar greiða á bilinu 1.500 til 3.000 krónur. Raðir hafa myndast við greiðsluvélarnar og þegar Fréttablaðið bar að garði í dag hafði önnur vélin af tveimur bilað á efra stæði Þingvalla. „Við höfum verið að keyra þetta af stað síðan í síðustu viku. Við höfum líka verið að læra á nýja rútínu með þessu, hvernig tækin virka úti á vettvangi, og reynt að skynja hvernig þetta leggst í ferðamenn,“ segir Einar. Starfsfólk hefur þurft að aðstoða ferðamenn vegna kortavandræða og við að skilja fyrirkomulagið. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega gagnvart öllum sem vilja koma og borga. Það virðist ekki vera nein hindrun fyrir ferðamenn og aðra að borga en það hafa verið nettruflanir að hrjá okkur á Þingvöllum almennt og það hefur verið að stríða okkur inn á milli.“ Eins og áður segir hefur ekki komið til vandræða við að fá fólk til að borga. „Maður var búinn undir það ef menn færi að reka í rogastans yfir þessu en við höfum engan hitt sem hefur kvartað yfir því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Bílastæðagjald hefur verið lagt á við Þingvelli til þess að mæta auknum fjölda ferðamanna. Einar Á. E. Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þingvalla, segir að bílastæðin séu svo yfirfull að samhliða gjaldtökunni þurfi nú starfsfólk til að stýra umferð um bílastæðin og aðstoða ferðafólk. „Þetta er í góðum framgangi skulum við segja. Það sem kemur okkur jákvæðast á óvart er að ferðamenn eru ekkert ragir við að borga stöðumælagjöld. Við höfum varla hitt mann sem hefur muldrað yfir því,“ segir Einar. Samkvæmt reglugerð forsætisráðuneytisins kostar 500 krónur fyrir fólksbíl að leggja við Þingvelli. Jeppar greiða 750 krónur og hópferðabílar greiða á bilinu 1.500 til 3.000 krónur. Raðir hafa myndast við greiðsluvélarnar og þegar Fréttablaðið bar að garði í dag hafði önnur vélin af tveimur bilað á efra stæði Þingvalla. „Við höfum verið að keyra þetta af stað síðan í síðustu viku. Við höfum líka verið að læra á nýja rútínu með þessu, hvernig tækin virka úti á vettvangi, og reynt að skynja hvernig þetta leggst í ferðamenn,“ segir Einar. Starfsfólk hefur þurft að aðstoða ferðamenn vegna kortavandræða og við að skilja fyrirkomulagið. „Þetta hefur gengið alveg ágætlega gagnvart öllum sem vilja koma og borga. Það virðist ekki vera nein hindrun fyrir ferðamenn og aðra að borga en það hafa verið nettruflanir að hrjá okkur á Þingvöllum almennt og það hefur verið að stríða okkur inn á milli.“ Eins og áður segir hefur ekki komið til vandræða við að fá fólk til að borga. „Maður var búinn undir það ef menn færi að reka í rogastans yfir þessu en við höfum engan hitt sem hefur kvartað yfir því.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 30. maí.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent