Fótbolti

Hægt að borða íslenska landsliðsbúninginn í Annecy

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er með höfuðstöðvar sínar í Annecy á meðan íslenska liðið er að keppa á Evrópumótinu í Frakklandi.

Annecy er fimmtíu þúsund manna bæ í frönsku ölpunum sem hefur fengið nafnið perla frönsku alpanna. Það fer því vel um íslenska hópinn á Evrópumótinu en það fer ekkert framhjá hjá íbúum Annecy að Ísland er með aðsetur í bænum.

Verslunareigendur og veitingamenn í bænum bjóða upp á íslenskan varning á meðan Evrópumótinu stendur. Knattspyrnusamband Íslands fann sem dæmi afar þjóðlegan og skemmtilegan súkkulaðibúning á einum staðnum.

Hilmar Þór Guðmundsson, fjölmiðlafulltrúi KSÍ á Evrópumótinu í Frakklandi, fékk Hafliða Breiðfjörð, framkvæmdastjóra fótbolta.net, til að sitja fyrir og skellti myndinni síðan inn á Twitter-síðu Knattspyrnusambands Íslands.

Það er ekki frá því að undirrituðum langi að smakka svona sérstakan eftirrétt og það er næstum því öruggt að flestir Íslendingar muni leita hann uppi verði þeir á ferðinni í Annecy á næstu dögum. Það fylgdi reyndar ekki sögunni hvernig íslenska landsliðstreyjan smakkaðist.

Ísland mun æfa í Annecy næstu þrjá daga og flytur sig síðan yfir til Saint-Étienne á mánudagsmorguninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×