Rússneska tennisstjarnan Maria Sharapova hefur verið dæmd í tveggja ára keppnisbann af Alþjóðatennissambandinu eftir að hún féll á lyfjaprófi.
Sharapova, sem hefur unnið fimm risatitla á ferlinum, féll á lyfjaprófi sem var tekið á Opna ástralska meistaramótinu í byrjun árs. Efnið meldóníum fannst í sýni hennar.
Sharapova tilkynnti þetta á stórum og miklum blaðamannafundi í mars síðastliðnum. Hún sagðist hafa tekið meldóníum í áratug en efnið var sett á bannlista um síðustu áramót.
Bannið er afturvirkt 26. janúar, daginn sem sýnið var tekið.
