Í nýlegum þætti sem BBC framleiddi og nefnist Euro 2016: Iceland - The Force Awakens er farið ofan í saumana á íslenska ævintýrinu.
Knattspyrnuhallirnar eru jafnan tilteknar sem ein helsta ástæðan fyrir uppgangi fótboltans á Íslandi. Í þætti BBC er hins vegar talað um það sé ódýr útskýring.
„Við erum með góða aðstöðu eins og allir aðrir,“ segir Arnar Bill Gunnarsson, fræðslustjóri KSÍ, í þættinum.
„Þetta hefur meira með þjálfunina og það sem er gert inni í höllunum að gera. Það er ekki nóg að hafa hallarnir, það þarf að nýta þær.“
Í þættinum er réttilega bent á að íslenska gullkynslóðin hafi ekki alist upp í höllunum, þær hafi komið til sögunnar þegar þessir leikmenn voru 12-14 ára gamlir.
Í þættinum er rætt við landsliðsþjálfarana Heimi Hallgrímsson og Lars Lagerbäck en þar kemur fram að sá síðarnefndi ætli að leggja tannlækningarnar á hilluna þegar hann tekur einn við landsliðinu eftir EM.
„Það er alltaf gott að hafa menntun eða aðra starfsmöguleika í fótboltanum. Maður veit aldrei hvenær maður verður rekinn,“ segir Heimir í léttum dúr.
Einnig er rætt við Bjarna Felixson og Hafþór Júlíus Björnsson í þættinum en sá síðarnefndi segist ætla að finna Cristiano Ronaldo í fjöru skori hann á móti Íslandi 14. júní.
Þáttinn má sjá hér að neðan.