Vél Icelandair þurfti að hætta við lendingu í Keflavík því önnur vél var á brautinni Birgir Olgeirsson skrifar 3. júní 2016 21:08 Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir enga hættu hafa skapast við Keflavíkurflugvöll í nótt. Vísir/Vilhelm Vél Icelandair á leið frá Frankfurt þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í nótt því önnur vél reyndist vera á flugbrautinni. Svartaþoka var við Keflavíkurflugvöll á þessum tíma en vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju út af flugbrautinni inn á akstursbraut. Vél Icelandair var á leið inn til lendingar þegar það varð ljóst og þurfti því að hætta skyndilega við og hækka flugið aftur. Flugstjórinn tilkynnti svo farþegum að önnur vél hafi verið fyrir á flugbrautinni og var því flogið til Reykjavíkur þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Isavia, segir enga hættu hafa skapast vegna þessa. Þegar mikil þoka er við Keflavíkurflugvöll þá sé unni eftir verklagi í samræmi við lélegt skyggni. Er þá lengra bil á milli véla til að vera með borð fyrir báru. „Og bara ein hreyfing í gangi í einu og öryggið algjörlega í fyrirrúmi,“ segir Guðni. Hann segir vél Icelandair hafa haft nægan tíma til að hækka flugið á ný þegar ljóst var að hin vélin hafði misst af beygjunni út af flugbrautinni. „Það var bara svo lítið skyggni að flugstjórinn missti af beygjunni út af flugbrautinni á akstursbrautina vegna þoku. Það er blindljósabúnaður og mjög fullkominn flugleiðsögubúnaður á Keflavíkurflugvelli og alls engin hætta á ferðum.“ Tvær vélar þurftu að lenda á Reykjavíkurflugvelli og ein á Egilsstaðaflugvelli vegna þoku við Keflavíkurflugvöll í nótt. „Það var einfaldlega of lítið skyggni,“ segir Guðni. Aðspurður hvort þessi uppákoma, að vél hafi misst af beygju inn á akstursbraut, tengjast á einhvern hátt verkfalli flugumferðarstjóra svarar hann því neitandi. Skyggni hafi einfaldlega verið lítið og það hafi ekki haft neitt með flugumferðarstjórana að gera að að flugstjórinn missti af beygjunni. Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira
Vél Icelandair á leið frá Frankfurt þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í nótt því önnur vél reyndist vera á flugbrautinni. Svartaþoka var við Keflavíkurflugvöll á þessum tíma en vélin sem reyndist vera fyrir á flugbrautinni hafði misst af beygju út af flugbrautinni inn á akstursbraut. Vél Icelandair var á leið inn til lendingar þegar það varð ljóst og þurfti því að hætta skyndilega við og hækka flugið aftur. Flugstjórinn tilkynnti svo farþegum að önnur vél hafi verið fyrir á flugbrautinni og var því flogið til Reykjavíkur þar sem lent var á Reykjavíkurflugvelli. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi hjá Isavia, segir enga hættu hafa skapast vegna þessa. Þegar mikil þoka er við Keflavíkurflugvöll þá sé unni eftir verklagi í samræmi við lélegt skyggni. Er þá lengra bil á milli véla til að vera með borð fyrir báru. „Og bara ein hreyfing í gangi í einu og öryggið algjörlega í fyrirrúmi,“ segir Guðni. Hann segir vél Icelandair hafa haft nægan tíma til að hækka flugið á ný þegar ljóst var að hin vélin hafði misst af beygjunni út af flugbrautinni. „Það var bara svo lítið skyggni að flugstjórinn missti af beygjunni út af flugbrautinni á akstursbrautina vegna þoku. Það er blindljósabúnaður og mjög fullkominn flugleiðsögubúnaður á Keflavíkurflugvelli og alls engin hætta á ferðum.“ Tvær vélar þurftu að lenda á Reykjavíkurflugvelli og ein á Egilsstaðaflugvelli vegna þoku við Keflavíkurflugvöll í nótt. „Það var einfaldlega of lítið skyggni,“ segir Guðni. Aðspurður hvort þessi uppákoma, að vél hafi misst af beygju inn á akstursbraut, tengjast á einhvern hátt verkfalli flugumferðarstjóra svarar hann því neitandi. Skyggni hafi einfaldlega verið lítið og það hafi ekki haft neitt með flugumferðarstjórana að gera að að flugstjórinn missti af beygjunni.
Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fleiri fréttir Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Sjá meira