Eitt samfélag fyrir alla! Sema Erla Serdar skrifar 3. júní 2016 10:17 Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sema Erla Serdar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Við í Samfylkingunni erum þessa dagana að kjósa okkur nýjan formann en Samfylkingin er eini stjórnmálaflokkurinn á landinu sem velur formann sinn í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal allra félagsmanna. Á landsfundi flokksins sem hefst á í dag verður síðan ný forysta flokksins kosin, skerpt verður á stefnumálunum og línurnar lagðar fyrir komandi Alþingiskosningar. Það eru spennandi tímar framundan. Íslenskt samfélag er í stöðugri þróun. Breytt samfélag þýðir breyttar áherslur. Nýir tímar þýðir nýjar áskoranir. Krafan um ný stjórnmál og ný vinnubrögð í stjórnmálum hefur aldrei verið háværari og hún hefur sjaldan verið réttmætari. Það er mikilvægt fyrir þá stjórnmálaflokka sem ætla sér að ná eyrum fólksins í landinu að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í samfélaginu. Flokkur jafnaðarmanna er engin undantekning þar á. Á sama tíma og kallað er eftir nýjum stjórnmálum og nýjum vinnubrögðum hefur krafan um sterkan jafnaðarmannaflokk sjaldan verið jafn hávær og nú og því er mikilvægt að hreyfing jafnaðarmanna svari þessum kröfum og mæti sterk til leiks í komandi kosningum svo hún komist í stöðu til þess að tryggja Íslendingum betra og jafnara samfélag, laust við sérhagsmunaöfl, spillingu, auðvaldspólitík og mismunun. Við sem hér erum og þeir sem hingað koma eiga hreinlega meira skilið en það samfélag óstöðugleika og ójöfnuðar sem við búum nú við. Jafnaðarmenn eru best til þess fallnir að byggja hér eitt samfélag fyrir alla þar sem félagslegt og efnahagslegt öryggi allra er tryggt, þar sem ungir Íslendingar vilja og geta byggt sér framtíð og þeir sem eldri eru vilja vera áfram hluti af, þar sem lífsgæði allra eru tryggð, aðgengi fyrir alla að heilsugæslu er til staðar, húsnæðismarkaðurinn er í lagi, skipting auðlinda er jöfn, atvinnulífið blómastrar, menntakerfið er til fyrirmyndar og ný stjórnarskrá mun líta dagsins ljós. Jafnaðarmenn eiga að sama skapi að halda áfram að vera í forystu í baráttunni fyrir jafnrétti, velferð og réttlæti og gegn allri mismunun, hvort sem hún er vegna uppruna, trúar eða menningar, kyns, kynhneigðar eða annarra þátta sem einkennir líf eða lífsstíl fólks. Jafnaðarmenn eiga að vera í forystu í baráttunni fyrir mannréttindum og mannúð og gegn vaxandi fordómum og hatri í íslensku samfélagi. Áskoranirnar eru margar en áskorunum fylgja tækifæri. Helsta verkefnið framundan er að endurmóta íslenskt samfélag í anda hugsjóna jafnaðarmanna, samfélag þar sem grundvallar lífsgæði almennings eru tryggð, þar sem fólk getur lifað mannsæmandi lífi og grunnstoðirnar eru í lagi og réttlæti, velferð og mannréttindi allra eru tryggð. Ég vil halda áfram að vinna að því ásamt öðrum jafnaðarmönnum að skapa hér eitt samfélag fyrir alla og býð mig því fram til varaformanns Samfylkingarinnar. Ég veit að sameinuð mun Samfylkingin, sem stofnuð var sem umbótaafl fyrir íslenskt samfélag og til höfuðs sérhagsmunaöflunum, skipa sér fremst í flokk í því krefjandi verkefni sem framundan er. Með grunngildi jafnaðarmanna um frelsi, jöfnuð og samstöðu eru okkur allir vegir færir.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun