Guðni um leiðara Moggans: „Liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. júní 2016 11:39 Guðni Th. Jóhannesson. Vísir/Hanna „Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“ Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
„Ég kveinka mér ekkert undan þessu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi um leiðara Morgunblaðsins í dag þar sem honum er líkt við forsetaefni Repúblikanaflokksins Donald Trump. „Það liggur í hlutarins eðli að okkur greinir á, mig og ritstjóra Morgunblaðsins,“ segir Guðni en annar af ritstjórum Morgunblaðsins er Davíð Oddsson sem er einmitt einnig í forsetaframboði. Davíð er þó í sumarleyfi frá ritstjórastörfum á meðan hann er í framboði og fer því Haraldur Johannessen með ritstjóravaldið einn á meðan.Davíð Oddsson. Vísir/Anton BrinkLeiðari Morgunblaðsins ber yfirskriftina „Árásir á fjölmiðla“ en þar er rakið hvernig það hefur reynst Donald Trump vel að ráðast á fjölmiðla í kosningabaráttu sinni. Er Guðni síðan sagður hafa veist að Morgunblaðinu í fyrirlestri sem hann hélt í gær á vegum málþings Háskóla Íslands þar sem hann fjallaði um þorskastríðin sem hann hefur rannsakað sem sagnfræðingur. Svaraði Guðni Staksteinum Morgunblaðsins í vikunni og furðaði sig á þögn fjölmiðilsins þegar kæmi að umfjöllun um að 40 ár eru liðin frá lokum þorskastríðanna. Guðni segist ekki taka þessa gagnrýni Morgunblaðsins inn á sig. „Nei, ég bara leyfi þeim að halda því fram sem þeir vilja. Ég hef enga sérstaka skoðun á þessu truflar mig ekki neitt.“ Í Morgunblaðinu í dag er rætt við Jón Atla Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, þar sem hann spurður hvort það sé eðlilegt að Guðni Th. hafi tekið þátt í þessu málþingi í gær í ljósi þess að hann er forsetaframbjóðandi. Jón Atli segir tilvik Guðna vera einstakt en full ástæða sé til að Háskóli Íslands setji sér viðmið. „Verklag um það hvenær fólk kemur fram fyrir hönd háskólans og hvenær það gerir það ekki,“ er haft eftir Jóni Atla í Morgunblaðinu. Guðni segir í samtali við Vísi að undirbúningur málþingsins hófst í byrjun árs. Það var haldið af sagnfræðingafélagi Háskóla Íslands þar sem Guðni situr í stjórn og fékk það virtan erlendan fræðimann til að taka þátt. „Háskólinn má aldrei einangrast og ég myndi fagna því ef Andri Snær talaði á málþingi á vegum skólans sem eru á hans sérsviði og Halla um þátttöku kvenna í atvinnulífi. Látum fílabeinsturninn ekki útiloka þátttöku háskólans í samfélagsumræðum.“
Donald Trump Forsetakosningar 2016 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira