Forseti ESA: Nauðsynlegt að stefna Íslandi vegna Icesave ingvar haraldsson skrifar 1. júní 2016 09:30 Norðmaðurinn Sven Erik Svedman, forseti ESA, átti sitt fyrsta barn hér á landi á 8. áratugnum. fréttablaðið/anton brink Ég tel að að ESA hafi orðið að höfða málið,“ Sven Erik Svedman, forseti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um Icesave-málið sem stofnunin tapaði fyrir EFTA-dómstólnum. „Þú lærir eitthvað af hverju máli. Í tilfelli Icesave töpuðum við fyrir EFTA-dómstólnum. En ég held að allir hafi lært af því,“ segir hann. Svedman á að baki áratugalangan feril hjá norska utanríkisráðuneytinu, og starfaði meðal annars á Íslandi á árunum 1976 til 1978. Hann kom hingað til lands í miðju þorskastríði árið 1976 sem hann segir hafa verið spennandi tíma. Hans fyrsta barn fæddist á Landspítalanum og hann hóf Íslandsheimsóknina í þetta sinn með því að heimsækja Landspítalann og sitt gamla sendiráð. „Það eru margir í fjármálakerfinu og stjórnmálum sem hafa spurt sig, tókum við rétta ákvörðun gagnvart Íslandi? Fólk hefur spurt sig að þessu víða.“Svedman segir Íslendinga þurfa að gera meiri til að taka á innleiðingarhallanum. Norðmönnum hafi tekist að koma honum í núll prósent með samstiltu átaki.vísir/anton brinkEngu síður hafi málshöfðunin verið nauðsynleg. „Ef við hefðum ekki gert það hefði það ekki endað fyrir EFTA-dómstólnum.“ Óvissa hafi verið uppi um túlkun á EES-samningnum sem skera hafi þurft úr um. „EES-samningurinn er lifandi plagg og eitthvað sem allir hafa áhuga á. Samningurinn er mjög ólíkur því sem hann var þegar honum var komið á.“ Svedman bendir á að samfélagið sé í sífelldri breytingu og nefnir deilihagkerfið og stafræna hagkerfið sem dæmi um ný svið sem séu að verða til. „Þú vilt vera hluti af þeirri þróun, því er samningurinn lifandi. „Í þessu máli voru lögin skilgreind Íslandi í vil, án nokkurs vafa Íslandi í vil, en þetta var nauðsynlegt. Hefðum við ekki gert það hefði það ekki gerst og hver veit hvað hefði gerst næst?“Ekki mistök þó málið hafi tapastSvedman segir að þó EFTA-dómstóllinn hafi ekki fallist á málflutning ESA, þýði það ekki að stofnunin hafi gert mistök. „Lög eru ekki vísindi, það þarf að túlka þau og þannig mótast lögin, þess vegna erum við aldrei hrædd við að tapa máli, en við forðumst í lengstu lög að gera það. Áður en við höfðum mál fyrir EFTA-dómstólnum skoðum við allar hliðar þess, svo við séum sannfærð um eigin rökfærslu, en sú túlkun gæti verið röng hjá okkur. En ef við erum hrædd við að tapa eða móta lögin þá myndi það ekki gerast. Það er hluti af ferlinu. Í tilfelli Icesave vorum við nógu hugrökk til að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum. Ég segi starfsmönnum mínum að vera óhræddir við að hafa rangt fyrir sér en reyna að hafa rétt fyrir sér,“ segir hann og hlær.Ísland með hæsta hallannÍslendingar eru með hæsta hallann á innleiðingum tilskipana af ríkjunum 31 sem eru aðilar að ESB og EES-samningnum en hallinn var 2,1 prósent í október. Meðaltalsinnleiðingarhalli ESB-ríkjanna er 0,7 prósent. Svedman bendir á að staða Íslands sé ekki einstök. Norðmenn hafi átt í miklum vandræðum vegna hás innleiðingarhalla fyrir nokkrum árum. „En Ísland er núna með hæsta innleiðingarhallann af öllum ríkjum ESB og EES-svæðisins,“ segir hann. Hann bendir á að innleiðingarhalli Noregs sé kominn niður í núll prósent. „En það þurfti samstillt átak til að það tækist,“ segir hann.EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu árið 2013.Mynd/Efta-dómstóllinn„Vandinn við þetta er tvíþættur. Íslensk fyrirtæki og einstaklingar geta ekki nýtt alla kosti sameiginlega markaðarins, þar sem allar reglur markaðarins gilda. Það er vont fyrir Ísland, það er vont fyrir efnahaginn, það er vont fyrir neytendur. Ef þessar reglugerðir eru ekki innleiddar í íslensk lög er það vandamál því ef þú ert hluti af bandalagi með 31 ríki þarftu að standa við þitt.“ Svedman segist hafa rætt þetta við íslensk stjórnvöld og þau viðurkenni vandann. „Það er svo sannarlega verið að stíga skref til að rétta af hallann og því verður að fagna. Þau eru að taka þessu alvarlega, en þau þurfa að gera meira.“ Hann segir Íslendinga eiga við kerfislægan vanda sem valdi innleiðingarhallanum. Hið sama hafi gilt um Noreg og á því hafi þurft að taka. „Við skipulögðum okkar vinnu á annan hátt, skipulögðum fundi með ráðuneytum, tókum öðru vísi á málum gagnvart þinginu, og við áttum við kerfislægan eða skipulagsvanda sem við leiðréttum, en það verður ekki gert á einni nóttu.“Eftirlitið brást fyrir hrunFyrir liggur frumvarp á Alþingi um innleiðingu Evróputilskipana sem snúa að fjármálamörkuðum. Samkvæmt frumvarpinu mun ESA fá eftirlitshlutverk gagnvart fjármálakerfi EFTA-ríkjanna þriggja og beita sér á íslenskum fjármálamarkaði að sögn Svedmans. „Það liggur löggjöf fyrir Alþingi og norska þinginu, Liechtenstein hefur samþykkt hana, svo mögulegt sé hægt að bæta þjónustu á fjármálamarkaði við EES-samninginn, sem er vilji allra, Ísland vill það, Noregur og Liechtenstein.“Sven Erik Svedman, forseti ESA, segir regluverk og eftirlit ekki hafa verið fullnægjandi fyrir bankahrunið.fréttablaðið/anton brinkSvedman segir að einn af lærdómum bankahrunsins hafi verið að regluverkið hafi verið ófullnægjandi og eftirlit hafi ekki verið nægjanlegt. „Sérstaklega í fjármálakerfinu, en of mikið af reglugerðum er ekki svarið heldur,“ segir hann. Innan ESB, EFTA og ESA sé markmiðið að innleiða betri reglugerðir en ekki aukna skriffinnsku. „Því fleiri reglugerðir eru ekki endilega svarið heldur viðeigandi og góðar reglugerðir,“ segir hann. „Ef þið hefðuð haft betri reglugerðir og meira gegnsæi hefði kannski eða líklega verið hægt að koma í veg fyrir það, þó erfitt sé að segja til um það,“ segir Sven. Hann segir að breytingarnar muni jafna leikinn fyrir íslensk fjármálafyrirtæki. „Það munu sömu reglur gilda fyrir alla, það verður fyrirsjáanleiki sem er ástæða þess að allir, eftir því sem ég best veit styðja breytingarnar.“ Alþingi Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ég tel að að ESA hafi orðið að höfða málið,“ Sven Erik Svedman, forseti ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, um Icesave-málið sem stofnunin tapaði fyrir EFTA-dómstólnum. „Þú lærir eitthvað af hverju máli. Í tilfelli Icesave töpuðum við fyrir EFTA-dómstólnum. En ég held að allir hafi lært af því,“ segir hann. Svedman á að baki áratugalangan feril hjá norska utanríkisráðuneytinu, og starfaði meðal annars á Íslandi á árunum 1976 til 1978. Hann kom hingað til lands í miðju þorskastríði árið 1976 sem hann segir hafa verið spennandi tíma. Hans fyrsta barn fæddist á Landspítalanum og hann hóf Íslandsheimsóknina í þetta sinn með því að heimsækja Landspítalann og sitt gamla sendiráð. „Það eru margir í fjármálakerfinu og stjórnmálum sem hafa spurt sig, tókum við rétta ákvörðun gagnvart Íslandi? Fólk hefur spurt sig að þessu víða.“Svedman segir Íslendinga þurfa að gera meiri til að taka á innleiðingarhallanum. Norðmönnum hafi tekist að koma honum í núll prósent með samstiltu átaki.vísir/anton brinkEngu síður hafi málshöfðunin verið nauðsynleg. „Ef við hefðum ekki gert það hefði það ekki endað fyrir EFTA-dómstólnum.“ Óvissa hafi verið uppi um túlkun á EES-samningnum sem skera hafi þurft úr um. „EES-samningurinn er lifandi plagg og eitthvað sem allir hafa áhuga á. Samningurinn er mjög ólíkur því sem hann var þegar honum var komið á.“ Svedman bendir á að samfélagið sé í sífelldri breytingu og nefnir deilihagkerfið og stafræna hagkerfið sem dæmi um ný svið sem séu að verða til. „Þú vilt vera hluti af þeirri þróun, því er samningurinn lifandi. „Í þessu máli voru lögin skilgreind Íslandi í vil, án nokkurs vafa Íslandi í vil, en þetta var nauðsynlegt. Hefðum við ekki gert það hefði það ekki gerst og hver veit hvað hefði gerst næst?“Ekki mistök þó málið hafi tapastSvedman segir að þó EFTA-dómstóllinn hafi ekki fallist á málflutning ESA, þýði það ekki að stofnunin hafi gert mistök. „Lög eru ekki vísindi, það þarf að túlka þau og þannig mótast lögin, þess vegna erum við aldrei hrædd við að tapa máli, en við forðumst í lengstu lög að gera það. Áður en við höfðum mál fyrir EFTA-dómstólnum skoðum við allar hliðar þess, svo við séum sannfærð um eigin rökfærslu, en sú túlkun gæti verið röng hjá okkur. En ef við erum hrædd við að tapa eða móta lögin þá myndi það ekki gerast. Það er hluti af ferlinu. Í tilfelli Icesave vorum við nógu hugrökk til að höfða mál fyrir EFTA-dómstólnum. Ég segi starfsmönnum mínum að vera óhræddir við að hafa rangt fyrir sér en reyna að hafa rétt fyrir sér,“ segir hann og hlær.Ísland með hæsta hallannÍslendingar eru með hæsta hallann á innleiðingum tilskipana af ríkjunum 31 sem eru aðilar að ESB og EES-samningnum en hallinn var 2,1 prósent í október. Meðaltalsinnleiðingarhalli ESB-ríkjanna er 0,7 prósent. Svedman bendir á að staða Íslands sé ekki einstök. Norðmenn hafi átt í miklum vandræðum vegna hás innleiðingarhalla fyrir nokkrum árum. „En Ísland er núna með hæsta innleiðingarhallann af öllum ríkjum ESB og EES-svæðisins,“ segir hann. Hann bendir á að innleiðingarhalli Noregs sé kominn niður í núll prósent. „En það þurfti samstillt átak til að það tækist,“ segir hann.EFTA-dómstóllinn dæmdi Íslandi í vil í Icesave-málinu árið 2013.Mynd/Efta-dómstóllinn„Vandinn við þetta er tvíþættur. Íslensk fyrirtæki og einstaklingar geta ekki nýtt alla kosti sameiginlega markaðarins, þar sem allar reglur markaðarins gilda. Það er vont fyrir Ísland, það er vont fyrir efnahaginn, það er vont fyrir neytendur. Ef þessar reglugerðir eru ekki innleiddar í íslensk lög er það vandamál því ef þú ert hluti af bandalagi með 31 ríki þarftu að standa við þitt.“ Svedman segist hafa rætt þetta við íslensk stjórnvöld og þau viðurkenni vandann. „Það er svo sannarlega verið að stíga skref til að rétta af hallann og því verður að fagna. Þau eru að taka þessu alvarlega, en þau þurfa að gera meira.“ Hann segir Íslendinga eiga við kerfislægan vanda sem valdi innleiðingarhallanum. Hið sama hafi gilt um Noreg og á því hafi þurft að taka. „Við skipulögðum okkar vinnu á annan hátt, skipulögðum fundi með ráðuneytum, tókum öðru vísi á málum gagnvart þinginu, og við áttum við kerfislægan eða skipulagsvanda sem við leiðréttum, en það verður ekki gert á einni nóttu.“Eftirlitið brást fyrir hrunFyrir liggur frumvarp á Alþingi um innleiðingu Evróputilskipana sem snúa að fjármálamörkuðum. Samkvæmt frumvarpinu mun ESA fá eftirlitshlutverk gagnvart fjármálakerfi EFTA-ríkjanna þriggja og beita sér á íslenskum fjármálamarkaði að sögn Svedmans. „Það liggur löggjöf fyrir Alþingi og norska þinginu, Liechtenstein hefur samþykkt hana, svo mögulegt sé hægt að bæta þjónustu á fjármálamarkaði við EES-samninginn, sem er vilji allra, Ísland vill það, Noregur og Liechtenstein.“Sven Erik Svedman, forseti ESA, segir regluverk og eftirlit ekki hafa verið fullnægjandi fyrir bankahrunið.fréttablaðið/anton brinkSvedman segir að einn af lærdómum bankahrunsins hafi verið að regluverkið hafi verið ófullnægjandi og eftirlit hafi ekki verið nægjanlegt. „Sérstaklega í fjármálakerfinu, en of mikið af reglugerðum er ekki svarið heldur,“ segir hann. Innan ESB, EFTA og ESA sé markmiðið að innleiða betri reglugerðir en ekki aukna skriffinnsku. „Því fleiri reglugerðir eru ekki endilega svarið heldur viðeigandi og góðar reglugerðir,“ segir hann. „Ef þið hefðuð haft betri reglugerðir og meira gegnsæi hefði kannski eða líklega verið hægt að koma í veg fyrir það, þó erfitt sé að segja til um það,“ segir Sven. Hann segir að breytingarnar muni jafna leikinn fyrir íslensk fjármálafyrirtæki. „Það munu sömu reglur gilda fyrir alla, það verður fyrirsjáanleiki sem er ástæða þess að allir, eftir því sem ég best veit styðja breytingarnar.“
Alþingi Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira