Húsmæður úthvíldar eftir orlofsferðir á kostnað pirraðra Hvergerðinga Garðar Örn Úlfarsson skrifar 1. júní 2016 07:00 Sunnlensku húsmæðurnar fóru sér að engu óðslega við Látrabjarg í orlofsferðinni í fyrravor. Mynd/Halldóra Ólafsdóttir „Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg,“ segir bæjarráð Hveragerðis í enn einni bókuninni þar sem lögum um húsmæðraorlof er mótmælt. Hveragerðisbær greiddi í fyrra 246 þúsund krónur til orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu. Alls var framlag sveitarfélaganna á svæðinu tæpar tvær milljónir króna. Framlagið byggist á lögum frá árinu 1972. Hveragerði og fleiri sveitarfélög hafa lengi mótmælt þessum útgjöldum. Frumvarp um afnám laganna hefur ítrekað verið lagt fram á Alþingi frá árinu 2009, síðast í fyrra, en ekki verið afgreitt.Listasafn Samúels Jónssonar fékk heimsókn húsmæðranna að sunnan.Mynd/Halldóra ÓlafsdóttirFyrrnefnd bókun bæjarráðs Hveragerðis var lögð fram í tilefni skýrslu húsmæðranefndarinnar um orlofsferðir liðins árs. Þar kemur fram að annars vegar fór 37 manna hópur til Patreksfjarðar í þriggja nátta ferð á Fosshótel Vestfjarða í lok maí og hins vegar dvöldu 39 konur á Hótel Stracta á Hellu í fjórar nætur í október 2015 og fóru þaðan í skoðunarferðir. Konurnar greiddu innan við helming kostnaðarins sjálfar. „Höfðum við það mjög notalegt við spjall, prjónaskap, liggja í heitu pottunum og sána, spila bingó, félagsvist og margt fleira,“ segir um dvölina á Stracta. „Fórum heim á hádegi á föstudag, sælar og úthvíldar.“ Um ferðina vestur segir að meðal annars hafi Látrabjarg verið skoðað, Rauðisandur, Listasafn Samúels Jónssonar, heimili Gísla á Uppsölum, Skrímslasetrið á Bíldudal og stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson verið heimsóttur. Á heimferðardegi að vestan var siglt yfir Breiðafjörð. „Á Selfossi mættum við svo sælar og ferðalúnar,“ segir um ferðalokin. Bæjarráð Hveragerðis kveðst þakka orlofsnefnd skilmerkilegar skýrslur um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna en ítrekar fyrri bókanir um að þessar ferðir væru undarleg tímaskekkja. „Slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar,“ segir bæjarráðið. Eygerður Þórisdóttir, gjaldkeri orlofsnefnda húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, segir að þótt lögin séu í raun tímaskekkja hafi þau sitt gildi. „Það er fullt af konum sem þurfa á þessu að halda,“ segir Eygerður. „Konur sem eru einar; konur sem eru ekkjur og hafa kannski ekki varasjóð til að komast í burtu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
„Tregða löggjafarvaldsins til að afnema orlof húsmæðra er fyrir löngu orðin algjörlega óskiljanleg,“ segir bæjarráð Hveragerðis í enn einni bókuninni þar sem lögum um húsmæðraorlof er mótmælt. Hveragerðisbær greiddi í fyrra 246 þúsund krónur til orlofsnefndar húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu. Alls var framlag sveitarfélaganna á svæðinu tæpar tvær milljónir króna. Framlagið byggist á lögum frá árinu 1972. Hveragerði og fleiri sveitarfélög hafa lengi mótmælt þessum útgjöldum. Frumvarp um afnám laganna hefur ítrekað verið lagt fram á Alþingi frá árinu 2009, síðast í fyrra, en ekki verið afgreitt.Listasafn Samúels Jónssonar fékk heimsókn húsmæðranna að sunnan.Mynd/Halldóra ÓlafsdóttirFyrrnefnd bókun bæjarráðs Hveragerðis var lögð fram í tilefni skýrslu húsmæðranefndarinnar um orlofsferðir liðins árs. Þar kemur fram að annars vegar fór 37 manna hópur til Patreksfjarðar í þriggja nátta ferð á Fosshótel Vestfjarða í lok maí og hins vegar dvöldu 39 konur á Hótel Stracta á Hellu í fjórar nætur í október 2015 og fóru þaðan í skoðunarferðir. Konurnar greiddu innan við helming kostnaðarins sjálfar. „Höfðum við það mjög notalegt við spjall, prjónaskap, liggja í heitu pottunum og sána, spila bingó, félagsvist og margt fleira,“ segir um dvölina á Stracta. „Fórum heim á hádegi á föstudag, sælar og úthvíldar.“ Um ferðina vestur segir að meðal annars hafi Látrabjarg verið skoðað, Rauðisandur, Listasafn Samúels Jónssonar, heimili Gísla á Uppsölum, Skrímslasetrið á Bíldudal og stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson verið heimsóttur. Á heimferðardegi að vestan var siglt yfir Breiðafjörð. „Á Selfossi mættum við svo sælar og ferðalúnar,“ segir um ferðalokin. Bæjarráð Hveragerðis kveðst þakka orlofsnefnd skilmerkilegar skýrslur um greinilega góð og skemmtileg ferðalög kvenna en ítrekar fyrri bókanir um að þessar ferðir væru undarleg tímaskekkja. „Slík mismunun á milli kynja og án nokkurrar skoðunar á fjárhagslegri stöðu þiggjenda er í undarlegri mótsögn við rekstur sveitarfélaga almennt og þær lagaskyldur sem á þau eru lagðar,“ segir bæjarráðið. Eygerður Þórisdóttir, gjaldkeri orlofsnefnda húsmæðra í Árnes- og Rangárvallasýslu, segir að þótt lögin séu í raun tímaskekkja hafi þau sitt gildi. „Það er fullt af konum sem þurfa á þessu að halda,“ segir Eygerður. „Konur sem eru einar; konur sem eru ekkjur og hafa kannski ekki varasjóð til að komast í burtu.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. júní
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent