Flogið undir löglegri flughæð á Þingvöllum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2016 07:00 Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur ekki verið til vandræða á Þingvöllum. vísir/Vilhelm „Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
„Því miður kemur það óþægilega oft fyrir að þyrlur og smáflugvélar fljúga undir löglegri flughæð,“ segir Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður en undanfarið hafa borist kvartanir undan flugumferð yfir þjóðgarðinum á Þingvöllum. Þyrlur og litlar flugvélar sem fari í ferðir með ferðamenn fljúgi undir löglegri flughæð og angri þannig gesti þjóðgarðsins. „Gestir hafa verið að kvarta og finnst vanta kyrrð og frið. Stundum er maður í augnhæð við einstaklingana í flugvélinni til dæmis þegar þeir fljúga hjá brúninni við Almannagjá.“ Ólafur útskýrir að engin sérlög séu til um flughæð yfir þjóðgarðinum heldur gilda almenn loftferðalög. Hann segir þjóðgarðinn eiga að vera lausan við svo mikla flugumferð. Málið hafi verið rætt í Þingvallanefnd og þá hvort ekki þurfi að herða reglurnar. „Í hvert einasta skipti sem flugvél eða þyrla fer of nálægt þá kærum við það til loftferðaeftirlitsins,“ segir Ólafur en bætir við að það geti þó verið snúið að ná niður númerum loftfaranna.Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður á Þingvöllum og formaður FÍvísir/vilhelmÓlafur tekur það fram að þrátt fyrir þetta sé samstarfið við þyrlufyrirtækin gott að flestu leyti. „Við eigum gott samstarf en þessi mál koma þó oft upp,“ segir Ólafur, sem telur að það verði að bregðast við, sérstaklega í ljósi þess að slíkar ferðir séu að aukast í nútímaferðamennsku. „Við höfum litið svo á að það þurfi að vera pláss fyrir þennan þátt ferðamennskunnar en það þarf að finna leið til að þetta gangi upp.“ Samkvæmt upplýsingum frá Isavia mega lítil loftför sem fljúga yfir samkomu fjölda manna ekki fara neðar en 1.000 fet. „Þetta er ekki hátt. Þúsund fet eru um 330 metrar sem er í hæð við hlíðar nærliggjandi fjalla. Mótbylgjur frá þyrlunum eru mjög þungar þegar flogið er yfir hóp fólks.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 18. júní.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Innlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira