Hlutdeild í spjörum og sólböðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 15. júní 2016 11:00 Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Þegar sumarið hellist yfir Íslendinga lyftist brúnin á landanum. Sumarfríið er handan við hornið og það eru allir svo til í þetta. Ég dandalast reglulega inn í uppáhaldsfatabúðina mína en þegar sólin skín segi ég starfsfólkinu að ég fari ekkert annað því það sé algjörlega uppáhalds hjá mér. Ég væri meira að segja líklegri til þess að svara skoðanakönnunum í efstastigi á fimm punkta Likert-kvarða ef hringt væri í mig og ég beðin um að segja hversu traustur viðskiptavinur ég er hjá viðkomandi fatabúð. Það er hins vegar eitthvað sem ég geri aldrei á veturna. Svona akkúrat í sumarbyrjun þegar lífið er fullkomlega stútfullt af hamingju og dásemd er ekki nokkur leið til þess að vera neikvæður þó ég hafi nú stundum endað með sniðlausar kjólalufsur sem gera ekkert fyrir mig. Spurningakönnun er því ekki óskeikul leið til þess að varpa ljósi á það hversu trygga viðskiptavini fatabúðin á. Til eru aðrar leiðir. Hlutdeild í veski (e. share of wallet) eða meðal-hlutdeild í veski er aðferðafræði sem hefur ekki verið mikið notuð á Íslandi en hún lýsir meðalhlutfalli útgjalda sem fyrirtæki fær frá sínum viðskiptavinahópi. Meniga hefur hins vegar í nokkur ár notað þessa aðferðafræði til þess að lýsa tryggð og því hvernig viðskipti dreifast milli aðila á markaði. Þannig sjáum við að Heimsferðir eiga tryggustu viðskiptavinina á ferðaskrifstofumarkaðnum síðustu 12 mánuði. Að meðaltali eru 85,4% af útgjöldum viðskiptavina Heimsferða á ferðamarkaðnum hjá þeim. Þeir ferðast mjög lítið með öðrum, í mesta lagi aðra leiðina til London á hræbillegum miða. Á öðrum mörkuðum geta verið fleiri aðilar að bítast um krónurnar. Á fatamarkaðinum eru til að mynda miklu fleiri aðilar og kaupin dreifast að meðaltali víðar. Þá eru þeir sem kaupa föt í H&M sl. 12 mánuði að meðaltali með 25,5% af sínum fataútgjöldum hjá H&M. Til grundvallar þessari greiningu eru 16 þúsund heimili sem nota hugbúnað Meniga á Íslandi. Færsluupplýsingar eru greindar til þess að draga fram sem besta mynd af kauphegðun Íslendinga. Öll vinnsla með færsluupplýsingar notenda Meniga er með öllu ópersónugreinanleg og einungis er unnið með samantekin gögn.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun