Steve Kerr á frábærar minningar frá 13. júní | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 21:54 Steve Kerr og Michael Jordan fagna saman NBA-titlinum fyrir 19 árum síðan. Vísir/Getty Steve Kerr er í dag þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors og hann og strákana hans vantar nú aðeins einn sigur í viðbót til að verða NBA-meistarar annað árið í röð. Golden State Warriors getur tryggt sér titilinn með sigri í fimmta leiknum á móti Cleveland Cavaliers og takist það hlýtur 13. júní að vera orðinn uppáhaldsdagur Steve Kerr á árinu, jafnvel þótt að hann eigi afmæli 27. september. Á þessum sama degi fyrir nákvæmlega nítján árum skoraði Steve Kerr nefnilega úrslitakörfu í lokúrslitum NBA sem hefur lifað sem ein af þeim eftirminnilegustu í sögu deildarinnar. Steve Kerr tyggði þá Chicago Bulls NBA-titilinn 1997 með því að setja niður skot á úrslitastundu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Michael Jordan. Það sem gerir þessa körfu enn sögulegri eru samskipti Michael Jordan og Steve Kerr í leikhléinu fyrir þessa sókn. Jordan sagði við Kerr: "Vertu tilbúinn, Stockton mun fara frá þér." Kerr svaraði: "Ég verð tilbúinn, ég mun setja þetta skot niður." Steve Kerr stóð við sín orð, setti niður skotið og Chicago Bulls vann leikinn og titilinn. Það má lesa meira um þetta á nba.com. Chicago Bulls var þarna að vinna annað árið í röð eftir að Michael Jordan snéri aftur og í fimmta sinn alls. Þeir áttu síðan eftir að endurtaka leikinn árið eftir. Steve Kerr skoraði bara 9 stig í þessum leik en kringumstæðurnar urðu til þess að frægð hans varð mikil. Hann vann alls fimm NBA-titla sem leikmaður og á nú möguleika á því að vinna NBA-titilinn á tveimur fyrstu árum sínum sem þjálfari í NBA.Fimmti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Golden State í nótt, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrir þá sem vilja stytta tímann fram að leik er tilvalið að skoða þessa stórmerkilegu körfu Steve Kerr sem verður 19 ára gömul í kvöld.On this date in 1997, Steve Kerr's shot gave the Bulls a repeat.Can he repeat as a coach tonight? 9 ET on ABC.https://t.co/gz8327rfa0— ESPN (@espn) June 13, 2016 On this day 19 years ago, Steve Kerr helped secure the Bulls' fifth of six titles in 8 years. https://t.co/icNqpceHou— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2016 @SteveKerr clinches @ChicagoBulls '97 title (Game 6, June 13); Will his @Warriors do the same tonight? ABC 9 pm/ethttps://t.co/JVst1YHM9U— NBA History (@NBAHistory) June 13, 2016 NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira
Steve Kerr er í dag þjálfari NBA-meistara Golden State Warriors og hann og strákana hans vantar nú aðeins einn sigur í viðbót til að verða NBA-meistarar annað árið í röð. Golden State Warriors getur tryggt sér titilinn með sigri í fimmta leiknum á móti Cleveland Cavaliers og takist það hlýtur 13. júní að vera orðinn uppáhaldsdagur Steve Kerr á árinu, jafnvel þótt að hann eigi afmæli 27. september. Á þessum sama degi fyrir nákvæmlega nítján árum skoraði Steve Kerr nefnilega úrslitakörfu í lokúrslitum NBA sem hefur lifað sem ein af þeim eftirminnilegustu í sögu deildarinnar. Steve Kerr tyggði þá Chicago Bulls NBA-titilinn 1997 með því að setja niður skot á úrslitastundu eftir að hafa fengið stoðsendingu frá Michael Jordan. Það sem gerir þessa körfu enn sögulegri eru samskipti Michael Jordan og Steve Kerr í leikhléinu fyrir þessa sókn. Jordan sagði við Kerr: "Vertu tilbúinn, Stockton mun fara frá þér." Kerr svaraði: "Ég verð tilbúinn, ég mun setja þetta skot niður." Steve Kerr stóð við sín orð, setti niður skotið og Chicago Bulls vann leikinn og titilinn. Það má lesa meira um þetta á nba.com. Chicago Bulls var þarna að vinna annað árið í röð eftir að Michael Jordan snéri aftur og í fimmta sinn alls. Þeir áttu síðan eftir að endurtaka leikinn árið eftir. Steve Kerr skoraði bara 9 stig í þessum leik en kringumstæðurnar urðu til þess að frægð hans varð mikil. Hann vann alls fimm NBA-titla sem leikmaður og á nú möguleika á því að vinna NBA-titilinn á tveimur fyrstu árum sínum sem þjálfari í NBA.Fimmti leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram á heimavelli Golden State í nótt, hefst klukkan eitt eftir miðnætti og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Fyrir þá sem vilja stytta tímann fram að leik er tilvalið að skoða þessa stórmerkilegu körfu Steve Kerr sem verður 19 ára gömul í kvöld.On this date in 1997, Steve Kerr's shot gave the Bulls a repeat.Can he repeat as a coach tonight? 9 ET on ABC.https://t.co/gz8327rfa0— ESPN (@espn) June 13, 2016 On this day 19 years ago, Steve Kerr helped secure the Bulls' fifth of six titles in 8 years. https://t.co/icNqpceHou— NBA on ESPN (@ESPNNBA) June 13, 2016 @SteveKerr clinches @ChicagoBulls '97 title (Game 6, June 13); Will his @Warriors do the same tonight? ABC 9 pm/ethttps://t.co/JVst1YHM9U— NBA History (@NBAHistory) June 13, 2016
NBA Mest lesið „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Enski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Fleiri fréttir LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sjá meira