Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2016 16:10 Moutinho í leik með portúgalska landsliðinu. Vísir/Getty Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira