Joao Moutinho: Flókinn leikur gegn frábæru íslensku liði Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. júní 2016 16:10 Moutinho í leik með portúgalska landsliðinu. Vísir/Getty Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Joao Moutinho, miðjumaður Monaco og portúgalska landsliðsins, segist bera mikla virðingu fyrir íslenska liðinu en þau mætast í fyrsta leik sínum á EM í Frakklandi á morgun. „Ísland er með sterkt lið. Í undankeppninni höfðu þeir betur gegn tveimur liðum sem eru hærri skrifuð en Ísland,“ sagði hann. „Þetta verður erfitt en við ætlum að reyna að spila okkar leik.“ Hann segir að Portúgal ætli sér langt á EM og að lokatakmark liðsins sé að vinna mótið. En að það verði að einbeita sér að einum leik í einu og að riðlakeppnin sé erfið. „Nú mætum við erfiðu íslensku liði sem er með líkamlega sterka leikmenn. Liðið er þar að auki afar vel skipulagt og kann að beita skyndisóknum. Við verðum að gæta okkur á því. En við viljum spila okkar leik og ná okkar besta fram gegn Íslandi til að vinna leikinn.“ Moutinho hefur átt erfitt uppdráttar með Monaco í vetur vegna meiðsla en hann segist allur vera að koma til. Hann segist vera algjörlega tilbúinn í slaginn gegn Íslendingum á morgun. „Þetta verður flókinn leikur og við ætlum að gera það sem leikurinn leyfir okkur að gera. Þeir þekkja okkur vel en við þekkjum þá líka. Við vitum vel hverjir þeirra styrkleikar eru og hverjir veikleikarnir eru. Við verðum að nýta okkur það.“ „Við höfum ákveðna hugmynd og vonandi tekst okkur að ná því fram. Markmið okkar eins og hjá svo mörgum öðrum liðum er að vinna EM. Við viljum vinna EM en við vitum líka að mikilvægasti leikurinn okkar er á morgun.“ Hann var spurður um Ronaldo sem hann hefur þekkt síðan þeir voru saman í yngri liðum Sporting. „Hann hefur breyst undanfarinn áratug. En hann skoraði mörg mörk þá og gerir enn. Við vonum að þetta markaskoraraeðli hans komi fram og hjálpi okkur að vinna Ísland á morgun. Ísland er með frábært lið.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira