Gengur Keegan-kenningin upp? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júní 2016 12:00 Vísir/Getty Goðsögnin Kevin Keegan segir að Ísland muni endurtaka leik Dana frá 1992 og Grikkja frá 2004 og vinna EM í Frakklandi. Tólf ár liðu á milli sigra Danmerkur og Grikklands og samkvæmt því munstri ættu næstu Evrópumeistarar að koma úr óvæntri átt. Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari Englands, sagði á ráðstefnunni Business and Football, sem var haldin í Silfurbergi í Hörpu fyrir mánuði, að Ísland myndi fara alla leið á EM og vinna mótið. Svo sannarlega stór orð hjá þessum heillandi manni sem hefur svo mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Máli sínu til stuðnings vísaði Keegan til öskubuskuævintýra Danmerkur 1992 og Grikklands 2004 en þau fóru bæði alla leið og unnu EM. Tólf ár liðu þar á milli og nú tólf árum eftir sigur Grikkja væri röðin komin að Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna,“ sagði Keegan. Hvort þessum fyrrverandi handhafa Gullboltans var alvara eða ekki er erfitt að segja en kenning Keegans er áhugaverð. Samkvæmt veðbönkum er íslenska liðið í 20. sæti yfir þau lið sem þykja líklegust til að vinna EM. Það eitt og sér er ágætis viðurkenning, að rúmlega 330.000 manna þjóð, sem er nýliði á stórmóti, sé líklegri en fjórar aðrar, þ. á m. Ungverjaland sem er með Íslandi í riðli, til að vinna EM. Það er auðvitað afar fjarlægur draumur að Aron Einar Gunnarsson lyfti Henry Delaunay bikarnum á Stade de France 10. júlí næstkomandi og líklega verður Ástþór Magnússon kosinn forseti áður en það gerist. En skrítnir hlutir hafa gerst á EM í gegnum tíðina og úrslitin þar eru ekki jafn fyrirsjáanleg og á HM. Til marks um það hafa níu þjóðir unnið 14 Evrópumót en átta þjóðir unnið 20 heimsmeistaramót. Og voru danska liðið sem vann EM í Svíþjóð 1992 og gríska liðið sem varð Evrópumeistari tólf árum síðar virkilega betri en það íslenska? Danir voru með tvo leikmenn í heimsklassa, Peter Schmeichel og Brian Laudrup, en flestir hinna í hópnum spiluðu í heimalandinu. Svo átti danska liðið upphaflega ekki að vera með á EM 1992 en datt inn rétt fyrir mót vegna stríðsástandsins í gömlu Júgóslavíu. Þrátt fyrir það unnu Danir ríkjandi Evrópumeistara Hollands og ríkjandi heimsmeistara Þýskalands á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum. Grikkir voru ekki með nein stór nöfn í sínu liði og flestir leikmannanna voru lítt þekktir fyrir mótið. Samt tókst þeim að vinna gestgjafana (Portúgal) tvisvar, ríkjandi Evrópumeistara (Frakkland) og besta liðið (Tékkland) á leið sinni að titlinum. Grikkir fóru alla leið á mögnuðum varnarleik og frábæru skipulagi þýska þjálfarans Ottos Rehhagel. Það þarf að sjálfsögðu allt að ganga upp í Frakklandi og rúmlega það ef íslenska liðið ætlar að skapa ævintýri eins og Danir gerðu fyrir 24 árum og Grikkir 12 árum. Lykilmenn þurfa að haldast heilir og spila óaðfinnanlega og skipulag og vinnusemi verður að vera til staðar. Svo þurfa hlutirnir auðvitað að falla aðeins með liðinu eins og þeir gerðu með Dönum og Grikkjum. Möguleiki Íslands á að vinna EM 2016 er ekki mikill en hann er til staðar. Og kannski hefur Kevin Keegan rétt fyrir sér eftir allt.Þessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00 Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Kevin Keegan er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 13. maí 2016 10:30 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Goðsögnin Kevin Keegan segir að Ísland muni endurtaka leik Dana frá 1992 og Grikkja frá 2004 og vinna EM í Frakklandi. Tólf ár liðu á milli sigra Danmerkur og Grikklands og samkvæmt því munstri ættu næstu Evrópumeistarar að koma úr óvæntri átt. Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsfyrirliði og -þjálfari Englands, sagði á ráðstefnunni Business and Football, sem var haldin í Silfurbergi í Hörpu fyrir mánuði, að Ísland myndi fara alla leið á EM og vinna mótið. Svo sannarlega stór orð hjá þessum heillandi manni sem hefur svo mikla ástríðu fyrir fótboltanum. Máli sínu til stuðnings vísaði Keegan til öskubuskuævintýra Danmerkur 1992 og Grikklands 2004 en þau fóru bæði alla leið og unnu EM. Tólf ár liðu þar á milli og nú tólf árum eftir sigur Grikkja væri röðin komin að Íslandi. „Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna,“ sagði Keegan. Hvort þessum fyrrverandi handhafa Gullboltans var alvara eða ekki er erfitt að segja en kenning Keegans er áhugaverð. Samkvæmt veðbönkum er íslenska liðið í 20. sæti yfir þau lið sem þykja líklegust til að vinna EM. Það eitt og sér er ágætis viðurkenning, að rúmlega 330.000 manna þjóð, sem er nýliði á stórmóti, sé líklegri en fjórar aðrar, þ. á m. Ungverjaland sem er með Íslandi í riðli, til að vinna EM. Það er auðvitað afar fjarlægur draumur að Aron Einar Gunnarsson lyfti Henry Delaunay bikarnum á Stade de France 10. júlí næstkomandi og líklega verður Ástþór Magnússon kosinn forseti áður en það gerist. En skrítnir hlutir hafa gerst á EM í gegnum tíðina og úrslitin þar eru ekki jafn fyrirsjáanleg og á HM. Til marks um það hafa níu þjóðir unnið 14 Evrópumót en átta þjóðir unnið 20 heimsmeistaramót. Og voru danska liðið sem vann EM í Svíþjóð 1992 og gríska liðið sem varð Evrópumeistari tólf árum síðar virkilega betri en það íslenska? Danir voru með tvo leikmenn í heimsklassa, Peter Schmeichel og Brian Laudrup, en flestir hinna í hópnum spiluðu í heimalandinu. Svo átti danska liðið upphaflega ekki að vera með á EM 1992 en datt inn rétt fyrir mót vegna stríðsástandsins í gömlu Júgóslavíu. Þrátt fyrir það unnu Danir ríkjandi Evrópumeistara Hollands og ríkjandi heimsmeistara Þýskalands á leið sinni að Evrópumeistaratitlinum. Grikkir voru ekki með nein stór nöfn í sínu liði og flestir leikmannanna voru lítt þekktir fyrir mótið. Samt tókst þeim að vinna gestgjafana (Portúgal) tvisvar, ríkjandi Evrópumeistara (Frakkland) og besta liðið (Tékkland) á leið sinni að titlinum. Grikkir fóru alla leið á mögnuðum varnarleik og frábæru skipulagi þýska þjálfarans Ottos Rehhagel. Það þarf að sjálfsögðu allt að ganga upp í Frakklandi og rúmlega það ef íslenska liðið ætlar að skapa ævintýri eins og Danir gerðu fyrir 24 árum og Grikkir 12 árum. Lykilmenn þurfa að haldast heilir og spila óaðfinnanlega og skipulag og vinnusemi verður að vera til staðar. Svo þurfa hlutirnir auðvitað að falla aðeins með liðinu eins og þeir gerðu með Dönum og Grikkjum. Möguleiki Íslands á að vinna EM 2016 er ekki mikill en hann er til staðar. Og kannski hefur Kevin Keegan rétt fyrir sér eftir allt.Þessi grein birtist í EM-blaði Fréttablaðsins sem má finna allt hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Tengdar fréttir Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00 Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Kevin Keegan er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 13. maí 2016 10:30 Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Í beinni: Haukar - Njarðvík | Oddaleikur um titilinn Körfubolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fleiri fréttir Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Logi á leið í burtu en ekki til Freys Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Sjá meira
Kevin Keegan: Kom ekkert á óvart að Ísland komst á EM Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, segir það ekki koma sér mikið á óvart að Ísland hafi komist á Evrópumótið í fótbolta. 12. maí 2016 06:00
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Keegan: Íslenska sagan ekki enn öll sögð Kevin Keegan mun klæðast bláu treyjunni og styðja Ísland á EM í sumar - nema gegn Englandi. 11. maí 2016 19:00
Keegan: Ísland á að sækja innblástur til Leicester og Danmerkur Kevin Keegan er bjartsýnn fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. 13. maí 2016 10:30
Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Fyrrverandi besti knattspyrnumaður Evrópu segir höfnun eitt það besta sem getur komið fyrir fólk í íþróttum. 11. maí 2016 12:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn