Bogut til varnar mótherja sínum í úrslitum NBA | Þetta fólk er fífl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júní 2016 10:30 Andrew Bogut og Kevin Love í baráttunni undir körfunni. Vísir/Getty Andrew Bogut, miðherji Golden State Warriors, þekkir það vel á eigin skrokki að glíma við afleiðingar heilahristings og Ástralinn kom til varnar Kevin Love í viðtölum við blaðamenn eftir leik þrjú. Kevin Love gat ekki spilað með liði Cleveland Cavaliers í leik þrjú en það skipti ekki miklu máli því liðfélagar hann lönduðu sannfærandi 30 stiga sigri. Það er ekki enn ljóst hvort Kevin Love fái grænt ljós til að spila með Cleveland Cavaliers í fjórða leiknum í kvöld en sumir bandarískir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvort væri ekki betra fyrir Cavs að spila án hans. Kevin Love var mjög pirraður út í þá ákvörðun að gefa honum ekki grænt ljós í leik þrjú en Andrew Bogut, mótherji hans í Golden State Warriors liðinu skilur Love vel. Andrew Bogut missti af tveimur vikum í október og nóvember eftir að hafa fengið högg á höfuðið í fyrsta leik tímabilsins. Hann sjálfur kallaði þetta verstu meiðsli ferilsins og það þrátt fyrir að allt NBA-körfuboltaáhugafólk muni enn eftir því þegar hann datt illa á handlegginn árið 2010. „Það er örugglega til fólk sem kallar Kevin Love linan en það fólk er fífl. Þú fíflast ekkert með heilann," sagði Andrew Bogut við blaðmann ESPN. „Þú getur leikið einhverja hetju í úrslitum NBA árið 2016 en árið 2021 verður þú kannski að neita matarins í gegnum rör. Þá skiptir þig engu máli hvað þú gerðir árið 2016," sagði Andrew Bogut. Andrew Bogut segir að það sé rík ástæða fyrir því kerfið sé til staðar sem metur leikhæfi manna sem hafa fengið heilahristing. Það þurfi stundum að passa leikmenn sem geta verið sínir verstu óvinir á stundum sem þessum. Fjórði leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í kvöld á heimavelli Cleveland og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti. NBA Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira
Andrew Bogut, miðherji Golden State Warriors, þekkir það vel á eigin skrokki að glíma við afleiðingar heilahristings og Ástralinn kom til varnar Kevin Love í viðtölum við blaðamenn eftir leik þrjú. Kevin Love gat ekki spilað með liði Cleveland Cavaliers í leik þrjú en það skipti ekki miklu máli því liðfélagar hann lönduðu sannfærandi 30 stiga sigri. Það er ekki enn ljóst hvort Kevin Love fái grænt ljós til að spila með Cleveland Cavaliers í fjórða leiknum í kvöld en sumir bandarískir blaðamenn hafa velt því fyrir sér hvort væri ekki betra fyrir Cavs að spila án hans. Kevin Love var mjög pirraður út í þá ákvörðun að gefa honum ekki grænt ljós í leik þrjú en Andrew Bogut, mótherji hans í Golden State Warriors liðinu skilur Love vel. Andrew Bogut missti af tveimur vikum í október og nóvember eftir að hafa fengið högg á höfuðið í fyrsta leik tímabilsins. Hann sjálfur kallaði þetta verstu meiðsli ferilsins og það þrátt fyrir að allt NBA-körfuboltaáhugafólk muni enn eftir því þegar hann datt illa á handlegginn árið 2010. „Það er örugglega til fólk sem kallar Kevin Love linan en það fólk er fífl. Þú fíflast ekkert með heilann," sagði Andrew Bogut við blaðmann ESPN. „Þú getur leikið einhverja hetju í úrslitum NBA árið 2016 en árið 2021 verður þú kannski að neita matarins í gegnum rör. Þá skiptir þig engu máli hvað þú gerðir árið 2016," sagði Andrew Bogut. Andrew Bogut segir að það sé rík ástæða fyrir því kerfið sé til staðar sem metur leikhæfi manna sem hafa fengið heilahristing. Það þurfi stundum að passa leikmenn sem geta verið sínir verstu óvinir á stundum sem þessum. Fjórði leikur Golden State Warriors og Cleveland Cavaliers fer fram í kvöld á heimavelli Cleveland og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport en útsendingin hefst klukkan eitt eftir miðnætti.
NBA Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Tryggvi og Sara best á árinu New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Sjá meira