Verðandi Börsungur spilar líklega sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2016 07:30 Samuel Umtiti er einn af efnilegri varnarmönnum Evrópu í dag. vísir/getty Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Vegna miðvarðavandræða í franska landsliðinu mun 22 ára gamall leikmaður Lyon að öllum líkindum spila sinn fyrsta landsleik á móti Íslandi í átta liða úrslitum EM 2016 á Stade de France á sunnudagskvöldið. Skömmu eftir það mun hann svo ganga í raðir Barcelona. Drengurinn sem um ræðir heitir Samuel Umtiti. Hann er fæddur í Kamerún en er með franskt ríkisfang og hefur spilað fyrir Lyon síðan hann var átta ára gamall. Hann er búinn að vera fastamaður í aðalliði Lyon í fjögur ár eða síðan hann var 18 ára. Franska landsliðið var í vandræðum með miðverði fyrir mótið vegna meiðsla og nú er Adil Rami, þrítugur leikmaður Evrópudeildarmeistara Sevilla, kominn með tvö gul spjöld og verður í leikbanni á móti Íslandi. Það eru góð tíðindi fyrir okkar menn, en að margra mati hafa fáir spilað betur en Rami fyrir Frakkland á mótinu. Umtiti var valinn í franska landsliðshópinn þrátt fyrir að hafa aldrei spilað leik fyrir A-liðið en hann á að baki samtals 47 leiki fyrir öll yngri landslið Frakklands.Samuel Umtiti reynir að stöðva Zlatan Ibrahimovic í leik í frönsku 1. deildinni.vísir/gettyÁ leið til Barcelona Þessi ungi miðvörður mun væntanlega upplifa draum sinn að spila fyrir franska landsliðið gegn strákunum okkar á sunnudaginn en ekki er langt þar til hann fær annan draum uppfylltan; að spila fyrir Barcelona. Jean-Michel Aulas, forseti Lyon, greindi frá því í viðtali við RMC Sport í gær að Barcelona og franska félagið væru búin að komast að samkomulagi um 30 milljóna evra kaupverð á Umtiti. Samningaviðræður hafa staðið yfir í smá tíma en Luis Enrique, þjálfari Barcelona hefur haft augastað á Frakkanum í nokkra mánuði. „Ég lofaði Samuel að ef hann fengi að spila fyrir draumafélagið sitt mætti hann fara. Það sama gerðum við fyrir Benzema þegar hann fór til Real Madrid. Samuel einbeitir sér að franska landsliðinu núna, en ef allir þrír aðilar komast að sáttum er það vel mögulegt að hann yfirgefi okkur,“ sagði Jean-Michel Aulas.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira